Page 15 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

15 myndir mánaðarins

Það eru þau Rainn Wilson, Ellen Page, Liv Tyler og Kevin Bacon sem fara með aðalhlutverkin í þessari fjörugu en léttgeggjuðu mynd um mann sem ákveður að gerast ofurhetja þegar glerfínn eiturlyfjasali stelur frá honum konunni.

Já, lífð er ekki eintómur dans á rósum. Að því kemst hinn ofurvenjulegi Frank þegar hann uppgötvar að konan hans, Sarah, hefur ekki lengur áhuga á honum og er farin að halda við eiturlyfjasala hverfsins, glæsimennið Jaques.

Við þetta á Frank erftt með að sætta sig en getur lítið annað gert í málinu en að biðja Jaques að láta konuna sína í friði. En Jaques hlær bara að þeirri beiðni þannig að Frank ákveður að breyta sér í ofurhetjuna The Crimson Bolt og leggja til atlögu, ekki bara við Jaques og menn hans, heldur alla glæpi, alls staðar.

Það er bara eitt sem vantar: Hæfleikana.

Super

Þegiði bara, glæpir!

• Leikstjóri myndarinnar og handrits-höfundur, James Gunn, hefur gert margar myndir í gegnum árin en er líklega þekktastur fyrir myndina

Slither sem hann gerði árið 2006, og fyrir að hafa skrifað handritin að myndunuum Scooby-Doo og Dawn of the Dead. Gaman

Aðalhlutverk: RainnWilson, Ellen Page, Liv Tyler, Kevin Bacon og Michael Rooker Leikstjórn:

James Gunn Lengd: 96 mínútur Öllum leyfð Útgefandi: Myndorm

Útgáfudagur: 3. nóvember

r

3. nóvember

Empire ****

PUNKTAR .......................

Monte Carlo er létt og skemmtileg mynd um þrjár vinkonur sem eftir útskrift úr menntaskóla halda í skemmtiferð til París ar og lenda þar í ævintýri lífs síns.

Það eru þær Selena Gomez, Katie Cassidy og Leighton Meester sem fara með hlutverk vinkvennanna þriggja semhefur lengi dreymt um að fara til Parísar og láta loks drauminn rætast eftir vel heppnaða útskrift úr menntaskólanum.

Vandamálið er að þær eru ekki mjög fjáðar og í ljós kemur að “hótelið” sem þær pöntuðu gistingu á var ekki svona ódýrt af ástæðulausu.

En þegar ein þeirra er tekin í misgripum fyrir breska aðalskonu vegna þess hve líkar þær eru breytist ferð þeirra þriggja í meiriháttar ævintýri sem engin(n) getur vitað hvernig endar.

Monte Carlo

Tækifærin eru til að nota þau

• Sú sem leikur Emmu, Katie Cassidy, er dóttir Davids Cassidy sem var víðfræg stjarna á sjöunda og áttunda áratuginum. Katie hefur áður komið til Parísar í kvikmynd því hún lék Amöndu, dóttur Liams Neeson sem var rænt í myndinni Taken .

• Selena Gomez, sem fer með aðal-hlutverkið í Monte Carlo, á kærasta, en við getum ekki fyrir okkar litla líf munað hvað hann heitir.

Aðalhlutverk: Selena Gomez, Katie Cassidy, Leighton Meester, Andie Macdowell og Brett Cullen Leikstjórn: Thomas Bezucha

Lengd: 109 mín. Öllum leyfð Útgefandi: Sena Útgáfudagur: 3. nóvember gaman

r

PUNKTAR ..........................

Page 15 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »