Page 14 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

14 myndir mánaðarins

Sumarlandið

Gaman

Hverju vilt þú trúa?

Sumarlandið er skemmtileg, frumleg og launfyndin mynd um mann sem grípur til örþrifaráða til að bjarga fjárhagnum í eitt skipti fyrir öll. Þau Kjartan Guðjónsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir eru frábær í aðalhlutverkunum.

Hjónin Lára og Óskar reka fjölskyldufyrirtæki þar sem gert er út á ýmsa yfirnáttúrulega starfsemi. Lára er virtur miðill og í góðum tengslum við álfheima. Í garðinum við hús þeirra stendur voldugur álfasteinn og Lára umgengst íbúa hans af mikilli virðingu. Óskar er aftur á móti alveg laus við andlega hæfileika, en sér um reksturinn og markaðssetur hæfileika konu sinnar með fremur óhefðbundnum hætti.

Þar sem uppgangurinn virtist óendanlegur á Íslandi fannst Óskari þjóðráð að hugsa stórt eins og aðrir og ákvað að útbúa draugasafn í kjallaranum til að laða fleiri að. Hann hafði greiðan aðgang að lánsfé og lét hendur standa fram úr ermum.

Viðskiptamódelið gekk hins vegar ekki upp og lánardrottnar eru búnir að missa þolinmæðina. Óskar leynir fjölskyldu sína því að gjaldþrot blasi við og er á barmi örvæntingar. Honum finnst hann því himin höndum hafa tekið þegar þýskur sérvitringur gerir honum rausnarlegt tilboð í álfasteininn; tilboð sem myndi leysa fjárhagsvandann á einu bretti. Óskar veit þó að Lára tæki ekki í mál að hrófla við steininum. Hann grípur því til örþrifaráða og selur steininn án samráðs við hana.

Í kjölfarið hefst óvænt atburðarás með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Kemur út 3. nóvember

• Handrit myndarinnar er skrifað af leikstjóranum, Grími Hákonarsyni og Ólaf Egilssyni, sem á ekki langt að sækja hæfleikana enda sonur þeirra Egils Ólafssonar og Tinnu Gunnlaugsdóttur.

• Myndin er framleidd af þeim Baltasar Kormáki og Agnesi Johansen

Veistu svarið?

Kvikmyndasjóður Íslands var stofnaður árið 1978. Hver var fyrsta kvikmyndin sem sjóðurinn styrkti?

Aðalhlutverk: Kjartan Guðjónsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Snorri Engilbertsson, Hallfríður Þóra Tryggvadóttir og Guðmundur Ólafsson

Leikstjórn: Grímur Hákonarson Lengd: 80 mínútur Öllum leyfð Útgefandi: Sena

PUNKTAR ............................................................

3. nóvember

Page 14 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »