Page 48 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

48 myndir mánaðarins

Tölvuleikir

Tegund: Ævintýraleikur

Kemur út á: PC, PS3, Xbox 360 og Wii

PEGI aldurstakmark: 12+

Útgáfudagur: 20. október 2011

Framleiðandi: Ubi Soft

Útgefandi: Myndform

Hver kannast ekki við bækurnar um Tinna og vini hans? Nú er á leiðinni kvikmynd um þá félaga, og á meðan gallharðir aðdáendur blaðamannsins knáa bíða eftir ævintýrum hans á hvíta tjaldinu, geta þeir sökkt sér niður í þennan spennandi hasarleik frá sjálfum framleiðendum kvikmyndanna, Steven Spielberg og Peter Jackson, en það vita kannski fáir að Steven Spielberg er mikill tölvuleikjaunnandi.

Leikurinn fylgir söguþræði kvikmyndarinnar og munu spilendur meðal annars geta valið um að spila Tinna eða hinn kjaftfora Kolbein kaftein þar sem þeir berjast við hvers kyns skúrka og dusilmenni. Hver um sig hefur sérstaka eiginleika sem spilendur verða að nota til að takast á við ævintýrin sem bíða þeirra. Að auki verður hægt að spila hluta leiksins í „co-op,“ þar sem spilendur sameina krafta sína til að leysa ýmsar þrautir.

Tintin: Secret of the Unicorn,

The Game

Tegund: Bílaleikur

Kemur út á: PC, PS3 og Xbox 360

PEGI aldurstakmark: 3+

Útgáfudagur: 14.október 2011

Framleiðandi: Ubi Soft

Útgefandi: Myndform

Kitlaðu pinnan á öruggan hátt heima í stofu! Hér er á ferðinni einn flottasti og skemmtilegasti rallí leikur sem sést hefur. Grafíkin hefur verið endurbætt frá síðasta leik og að auki hefur bæst við fjöldinn allur af nýjum möguleikum sem voru ekki til staðar áður.

Klesstirðu á? Ekkert mál: spólaðu bara til baka og reyndu aftur! Veltirðu bí lnum? Ýttu á takka og hann réttist samstundis við! En gættu þín þó: Því meira sem þú skemmir bí linn, því erfiðara verður að keyra hann!

WRC: FIA World Rally

Championship 2

Tegund: Dansleikur

Kemur út á: PS3, Xbox 360,Wii

PEGI aldurstakmark: 3+

Útgáfudagur: 11. október

Framleiðandi: Ubi Soft

Útgefandi: Myndform

Ef þér fnnst gaman að tjútta, þá er þetta rétti leikurinn fyrir þig! Það hefur aldrei verið einfaldara að gera sig að fífi fyrir framan vini þína: Þú velur þér lag og reynir svo að líkja eftir hreyfngumdansaranna á skjánum. Því betur

sem þér tekst til, því feiri stig færðu! Þú getur meira að segja búið til þín eigin „múv,“ semþú getur svo látið vini þína líkja eftir á meðan þú stendur hlæjandi álengdar. Þessi er fínn fyrir alls konar partí og veisluhöld!

JUST DANCE 3

Page 48 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »