Page 47 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

47 myndir mánaðarins

Tegund: Herkænskuleikur

Kemur út á: PC

PEGI aldurstakmark: 12+

Útgáfudagur: 13. október

Framleiðandi: Ubi Soft

Útgefandi: Myndform

Tegund: Bílaleikur

Kemur út á: PC, PS3 og Xbox 360

PEGI aldurstakmark: 3+

Útgáfudagur: Kominn í verslanir

Framleiðandi: Codemasters

Útgefandi: Myndform

Í þessari skemmtilegu blöndu af herkænsku og fantasíu þarftu að kanna landsvæði, safna auðlindum og berjast við ýmsar kynjaverur og aðra óvini sem á vegi þínum verða.

Sögusvið leiksins er fantasíuheimurinn Ashan og sem útvöld hetja þarftu að berjast gegn illum erkiengli sem hyggst sölsa undir sig öll völd í Ashan. Það eina sem stendur í vegi hans er Griffn-ættin og leiðtogi hennar, Slava hertogi. Það brýst út stríð þeirra á milli og það fer ekki betur en svo að hertoginn er myrtur í hásæti sínu. Hann skilur

eftir sig fmm börn, og það kemur í þeirra hlut (og þíns) að standa í hárinu á hinum illa erkiengli og koma honum fyrir kattarnef.

Meðal nýjunga í þessari nýju viðbót við syrpuna er ákvarðanakerf sem hefur áhrif á framvinndu leiksins eftir því hvort þú ákveður að vera „góði“ eða „vondi“ kallinn. Kerfð ræður því svo hvers kyns eiginleika þú getur valið þegar þú hækkar í stigum og líka hvernig leikurinn endar. Að lokum færðu svo færi á að berjast við volduga „endakalla,“ en það er eitthvað sem hefur ekki sést í syrpunni áður.

Formúla 1 lifnar við í þessum æsispennandi og skemmtilega kappakstursleik! „Raunverulegt“ er lykilorð dagsins, því að F1 2011 reiðir fram alvöru Formúlu 1 í massavís. Það væri ekki rangmæli að kalla F1 2011 fullkominn ökuhermi því að allt frá mælaborðum niður í fjöðrun finnst varla betri hermir síðan Flight Simulator var og hét, og munu því eflaust margir F1 aðdáendur taka leiknum opnum örmum.

Fjölspilun hefur verið bætt frá síðasta leik, því að nú er hægt að keppa með 24 bílum í senn, hvort sem þeim er stýrt af öðrum spilurum eða tölvunni. Meðal fjölda annarra viðbóta má nefna betri grafík, betri „höndlun“ á bílunum, og raunverulegri aðstæður í votviðri. Nú er meira að segja hægt að skyggnast á bak við tjöldin og rýna betur í það sem fram fer utan kappakstursbrautarinnar. F1 2011 er því sannkölluð veisla fyrir alvöru ökuþóra!

Heroes VI

F1 - 2011

Tölvuleikir

Page 47 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »