Page 16 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

16 myndir mánaðarins

Spenna/Ævintýri

í X-Men: First Class sjáum við hvernig hið kynngimagnaða lið X-fólksins varð til , en myndin hlaut mikið lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur aðdáenda þessarar miklu myndaseríu.

Árið er 1962 og heimurinn hefur ekki enn orðið var við tilvist hinna svokölluðu stökkbreytinga, þ.e. fólks sem fæðist með ómannlega ofurkrafta. Sitt hvorum megin jörðinni eru tveir menn sem hafa ekki enn hist, en væntanlegt samstarf þeirra á eftir að móta framtíðina.

Hinn ungi Charles Xavier lifr á arf foreldra sinna, en hann getur lesið hugsanir og er ekki hræddur við að nota þá hæfleika til að fá það sem hann vill. Á meðan ferðast Erik Lensherr um heiminn og hefnir sín á þeim nasistum sem myrtu móður hans og gerðu tilraunir á honum í útrýmingabúðum. Ofurkraftar hans felast í því að allir málmar lúta vilja hans í einu og öllu.

Charles og Erik hittast þegar yfrvöld í Bandaríkjunum standa ráðalaus frammi fyrir ógn sem þeir hafa aldrei kynnst áður. Hinn dularfulli Hellfre-klúbbur, undir stjórn Sebastian Shaw, hefur það á stefnuskránni að koma af stað þriðju heimsstyrjöldinni og virðist hafa bæði peningana, völdin og áhrifn til að ná markmiði sínu.

Í fyrsta skipti, en alls ekki það síðasta, þarfnast heimurinn X-Mannanna og bindast þeir Erik og Charles bræðraböndum er þeir ferðast á milli landa í leit að öðrum stökkbreytingum sem vilja ganga í lið með þeim. En þegar í ljós kemur að Hellfre-klúbburinn á rætur að rekja til sömu manna og lögðu líf Eriks í rúst fara brestir að myndast í sambandi hans við Charles og aðra X-menn.

Það stefnir því í æsispennandi uppgjör á milli X-mannanna og Hellfre-klúbbsins, og um leið styttist í uppgjörs Prófessor X og Magnetos.

Punktar

• X-Men: First Class er fmmta myndin í X-men seríunni, en gerist samt á undan hinum fjórum.

• Glöggir aðdáendur X-Men fá hér nóg fyrir sinn snúð, en víða í myndinni má fnna tilvísanir í persónur og atburði úr myndasögunum sjálfum.

• Leikstjórinn Matthew Vaughan bannaði þeim James McAvoy og Michael Fassbender að herma eftir Patrick Stewart og Ian McKellen, sem lékur persónurnar í fyrri X-Men myndunum, heldur vildi hann að þeir sköpuðu sínar eigin persónur úr þeim Prófessor X og Magneto.

Það byrjaði allt hér

13. október

X-Men: First Class

Empire

Reel Film

r

Page 16 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »