This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »15 myndir mánaðarins
6. - 13. október
Biutiful er nýjasta mynd meistaraleikstjórans Alejandros González Iñárritu sem gerði m.a. myndirnar Babel, 21 Grams og Amores Perros.
Myndin segir frá Uxbal, sem hefur helgað sig lífnu í undirheimum Barcelona og er öfugur og áhrifamikill einstaklingur þar. Sá lífsmáti hefur þó valdið því að hann hefur sett börnin sín í hættu og jafnvel skaðað framtíð þeirra.
Dag einn verður Uxbal ljóst að líf hans er að fjara út þar sem hann hefur verið greindur með ólæknandi krabbamein. Þar með er hann svo gott sem neyddur til að horfast í augu við eigið líf og í raun meta það upp á nýtt.
Þegar Uxbal fnnur að völd hans og áhrif eru að renna honum úr greipum og óhjákvæmilegur dauði nálgast ákveður hann að gera eina lokatilraun enn til að tengjast börnum sínum á nýjan hátt og tryggja þeim örugga framtíð, auk þess sem hann reynir að endurnýja kynnin við gamla ástkonu sína.
Á sama tíma berst hann við illskeytta óvini sína í undirheimunum, sem hafa svarið að linna ekki látunum fyrr en Uxbal er allur.
Biutiful
Lífð er fallegt - þrátt fyrir stormana
• Biutiful var tilnefnd til Gullpálmans á kvikmyndahátíðinni í Cannes og Javier Bardem var valinn besti leikarinn. Hann var einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt sem hinn margbrotni Uxbal.
Spenna
Punktar
Vinalegu bláu strumparnir mæta hér enn á ný til leiks á ellefta DVD-disknum, en hver diskur inniheldur nokkrar strumpaðar sögur af ævintýrum þessara merkilegu karaktera.
Eins og alltaf eiga Strumparnir í höggi við Kjartan galdrakarl sem á sér þá ósk heitasta að veiða Strumpana og sjóða þá niður í sultu. Þannig telur Kjartan nefnilega að hann geti sjálfur orðið öfugri og enn verri galdrakarl.
Sér til fulltingis hefur Kjartan hinn grimma en frekar vitgranna kött, Brand, sem þrátt fyrir greindarskortinn reynir sitt besta til að þóknast Kjartani og gera Strumpunum lífð leitt.
Vandamálið er bara að Strumparnir eru mörgum sinnum snjallari en þeir Kjartan og Brandur til samans og þótt það líti stundum út fyrir að Kjartan haf yfrhöndina kemur ávallt annað á daginn.
Þess utan lenda Strumparnir í mörgum öðrum ævintýrum sem eru hvert öðru viðburðaríkara.
Algjört strump
Barnaefni
Íslensk talsetning Öllum leyfð Útgefandi: Sena
Útgáfudagur: 6. október
Strumparnir 11
Fræðsla
Deep Blue
13.
október
Fræðslumynd frá BBC Lengd: 87 mínútur Öllum leyfð Útgefandi: Myndform Útgáfudagur: 13. október
Roger Ebert
Boxoffice Magazine
Empire
Náttúrumyndateymi BBC, sem færði okkur
The Blue Planet þáttaröðina, nýtti sér 20 sérhannaðar myndavélar til að taka upp rífega 7000 klukkustundir af myndefni frá 200 stöðum í heiminum á fmm ára tímabili. Sumar myndirnar eru teknar á fmm þúsund metra dýpi þar sem náðust myndir af dýrategundum sem ekki hafa verið myndaðar áður.
Deep Blue inniheldur bestu myndskeiðin úr The Blue Planet ásamt nýju og áður óséðu myndefni svo úr verður ógleymanleg lífsreynsla.
This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »