Page 16 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

16 myndir mánaðarins

Klovn-tvíeykið Frank Hvam og Casper Christensen hafa síðastliðin ár heillað bæði Dani, Íslendinga og feiri upp úr skónum með sjónvarpsþáttum sínum, en nú dugar víst ekkert minna en bíómynd til að sýna næstu ævintýri þeirra.

Eftir að hafa klúðrað festu sem þeir hafa komið nálægt ætla þeir Frank og Casper að reyna að bæta fyrir mistök sín og koma líf sínu í lag. Eins og þeir sem þekkja til þeirra vita er ekki mikil von til að það gangi upp, enda eru þeir fjótastir allra að koma sér í vandræði sem nánast ómögulegt er að losna úr óskaddaður.

Á meðan Casper ber nákvæmlega enga virðingu fyrir neinum nema sjálfum sér lendir Frank í jafnvel enn verri málum en hann, og það vegna þess að hann leggur kannski of hart að sér að þóknast öllum. Það breytir þó engu um vanhæfni hans að vera með börn sem gæti kostað hann sambandið við Miu, sama þótt hann fari með ungan frænda hennar í frí. Ekki bætir úr skák að það er á vegum Caspers og vinahópsins og er sérsmíðað til að fara á kvennafar og svo gleymdi Frank að segja foreldrum drengsins frá ferðalaginu góða.

Punktar

• Frank Hvam birtist í gamanþáttunum Mér er gamanmál, þar sem Frímann Gunnarsson ferðaðist til Danmerkur til að sjá hvernig Frank hefur náð þeim frama sem hann hefur gert.

• Alls hafa verið gerðar 6 sjónvarpsseríur um Frank og margvísleg vandræði hans. • Frank og Casper komu til landsins á frumsýningu myndarinnar á Íslandi, gestum og fjölmiðlum til mikillar gleði. Þá kíktu þeir á næturlíf Reykjavíkur en ekki fylgir hver raunin var af því.

• Frank og Casper ræða að gera kvikmynd eftir þættinum Meyerheim: Episode 7,8 í myndinni eftir þáttunum Klovn.

• Myndin er öll tekin upp á Jótlandi, nánar tiltekið í Ry, Silkeborg og Skanderborg á Skandeborgar-hátíðinni • Myndin þótti taka mjög lítinn tíma í vinnslu, en undirbúningur hófst 23. júní og frumsýnt var 16. desember sama ár.

GAMAN

Aðalhlutverk: Frank Hvam, Casper Christensen, Marcuz Jess Petersen, Iben Hjejle, Jörgen Leth, Barbara Zatler, Mia Lyhne, Lars Hjortshöj, Mads Lisby

Leikstjóri: Mikkel Nörgaard

Handrit: Casper Christensen, Frank Hvam

Kvikmyndataka: Jacob Banke Olesen

Tónlist: Kristian Eidnes Andersen

Lengd: 90 mínútur

Útgefandi: Samflm

.

DÓMAR

AÐSÓKN

Ísland:

42.159 áhorfendur - #1 árið 2011 / 3 vikur #1 / 7 vikur á topp 10

Extra Bladet Politiken Morgunblaðið Fréttablaðið IMDb.com

100/100 100/100 80/100 80/100 78/100

Klovn: The Movie

Nú fá aulabárðarnir heila kvikmynd til að rústa

16. júní

Page 16 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »