Page 15 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

15 myndir mánaðarins

Árið 2003 gerði Aron Ralston (James Franco) sig tilbúinn fyrir gljúfraklifur í Canyonlands þjóðgarðinum í Utah og keyrði upp eftir umnótt. Morguninn eftir hjólar hann í gegnum garðinn með það að markmiði að stytta leið sína um 45 mínútur. Hann hittir fyrir tvo ferðalanga, Kristi (Kate Mara) og Megan (Amber Tamblyn) sem virðast leiðarvilltar. Hann sannfærir þær um að hann sé leiðsögumaður í gljúfrunum og bíðst til að sýna þeim áhugaverðari leið í gegn þar sem má hoppa blint í laug neðanjarðar. Hann tekur stökkið upp á myndatökuvél sína.Leiðir skiljast og stelpurnar bjóða Aroni í partí næsta kvöld.

Ralston heldur áfram inn Blue John Canyon í gegnum þrengsli og hann þreifar sig áfram í glufunum. Hann lætur sig vaða niður sprunguna en festir höndina milli steins og sleggju og situr fastur. Upphefst þá barátta hans fyrir líf sínu, með takmarkaðan mat, myndavél og engan sér til bjargar. Engan nema sjálfan sig.

127 Hours

Hver einasta sekúnda skiptir máli

Punktar

• Aron Ralston tók upp dagbók á upptökuvél sína á hverjum degi sem hann sat fastur í gljúfrinu. Aðeins nánustu vinir og ættingjar fengu að sjá dagbókina áður en James Franco og Danny Boyle var leyft að sjá hana til að myndin gæti verið eins raunveruleg og hugsast getur. • James Franco faldi skólabækur sínar í ýmsum skúmaskotum tökustaðarins til að forðast að fá innilokunarkennd. Tökur í „gljúfrinu“ vörðu oft klukkustundum saman.

• Upptökuvélin sem James Franco notar í kvikmyndinni er sú sama og Ralston notaði í raun þegar hann sat fastur í Blue John Canyon.

• Þegar Ralston var spurður hversu raunsönn myndin væri svaraði hann að hún væri svo trú hinum raunverulegu atburðum að hún væri næstum því heimildarmynd. • Danny Boyle Tók Franco upp í samfelldar 20 mínútur frá því að Aron fellur í gljúfrið og festist til að ná öllum mögulegum tilfnningum á flmu. Þessar mínútur voru svo klipptar inn í myndina í ýmsum stöðum.

DRAMA

Aðalhlutverk: James Franco, Kate Mara, Amber Tamblyn, Lizzy Caplan, Treat Williams, Kate Burton, John Lawrence, Clémence Poésy

Leikstjóri: Danny Boyle

Handrit: Danny Boyle, Simon Beaufoy byggt á bók Aron Ralston

Lengd: 94 mínútur

Útgefandi: Sena

.

í

DÓMAR

100/100 100/100 100/100 100/100 80/100 93/100

Roger Ebert USA Today New York Post The New York Times IMDb.com

RottenTomatoes.com

9. júní

VERÐLAUN

Óskarsverðlaunin 2011

6 tilnefningar: sem besta mynd, handrit byggt á áður útgefnu efni, James Franco fyrir leik, klipping, tónlist og lag.

Annað: 6 verðlaun og 70 tilnefningar.

-að allir vilji gera mynd um Frankenstein; Guillermo Del Toro , Lakeshore, Sony, Slasher Films og nú síðast Sam Raimi og Robert Tapert hjá Ghost House Pictures.

- að Sony og leikstjórinn Shana Feste ætli að gera nýja og dekkri útgáfu af Litlu Hafmeyjunni. Frumlegt.

- að Martin Freeman , sem leikur Bilbo Baggins í Hobbitanum , skammist sín eftir að hafa lekið því á BAFTA sjónvarpsverðlaununum að Benedict Cumberbatch muni leika í myndinni. Skamm!

- að kjötfjallið Jason Momoa sé þegar farinn að huga að framhaldi (feira en einu) af Conan the Barbarian -endurgerðinni. Þá er bara að bíða og sjá hvort hann slái Arnold við.

- að framleiðendur kvikmyndarinnar um Prúðuleikarana, The Muppets , haf ruglað marga í ríminu með óhefðbundinni stiklu þar sem Amy Adams og Jason Segel virðast leika í rómantískri gamanmynd að nafni Green with Envy .

- að Matt Damon ætli að leikstýra sjálfum sér í Father Daughter Time , sem segir af föður sem dregur dóttur sína yfr þrjú fylki í kjölfar röð glæpa sem hann fremur.

- að Ryan Gosling ætli líka að leikstýra sjálfum sér í endurgerð af myndinni The Idolmaker , en myndin yrði hans fyrsta leikstjórnarverkefni. Hvenær hætti það að vera kúl að vera „bara leikari?“

HEYRST HEFUR...

Page 15 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »