This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »11 myndir mánaðarins
Tangled er ný ævintýrateiknimynd frá Disney og segir hið sígilda Grimms-ævintýri af Rapunzel prinsessu frá nýju sjónarhorni. Rapunzel prinsessa er fangi grimmrar nornar að nafni Gothel og læst í afskekktum turni inni í skógi þar sem hún hefur dvalið mestalla ævi sína. Rapunzel hefur alltaf talið Gothel móður sína en hún stal prinsessunni. Ástæðan er sú að nornin veit að hár hennar býr yfr miklum töfra- og lækningamætti og ætlar hún að nýta þann mátt sér til góðs. Rapunzel er nú orðin unglingur og hár hennar er orðið gríðarlega langt, auk þess sem hún er orðin mjög forvitin
um heiminn. En Gothel telur henni trú um að hann bjóði einungis upp á hættur og heldur henni inni.
Þegar hinn ódæli en sjarmerandi þorpari Flynn Rider sleppur úr fangelsi fýr hann inn í skóginn eftir æsispennandi eltingaleik við hirðina í kjölfar ráns á kórónu týndu prinsessunnar. Finnur hann loks turninn fyrir slysni og ákveður að fela sig þar. Það leiðir til þess að þau hittast og Rapunzel fær Flynn til að fara og sýna sér heiminn fyrir utan, en það á eftir að leiða til mest spennandi ferðalags lífs þeirra beggja.
Punktar
• Upphaflega átti myndin að vera óbeint framhald af Enchanted þar sem Rapunzel yrði breytt í íkorna og hlutverk hennar tekið yfir af stelpu úr raunverulega heiminum. • Þetta er fimmtugasta „stóra“ teiknimynd Disney frá upphafi. • Flynn átti upphaflega að vera breskur og hafði leikarinn Zachary Levi, sem talar fyrir hann, þjálfað upp breskan hreim, áður en hætt var við þau áform. • Myndin er dýrasta teiknimynd sem gerð hefur verið og þriðja dýrasta mynd allra tíma á eftir Avatar og Pirates of the Caribbean: At World‘s End. Þrátt fyrir það skilaði hún góðum hagnaði.
• Nafn þjófsins Flynn er til heiðurs Errol Flynn, sem lék titilhlutverkið í The Adventures of Robin Hood.
• David Schwimmer og Burt Reynolds áttu báðir að leika persónur í myndinni sem voru svo skornar úr handritinu. • Allt frá byrjun var stefnan sett á að láta myndina líta sem mest út eins og handteiknaða eða „málverk í þrívídd“. Disney hélt námskeið fyrir starfsmenn sína, hefðbundna teiknara sem og tölvuteiknara til að reyna að draga fram það besta í tækni beggja við gerð myndarinnar.
• Tónskáldið Alan Menken segist hafa byggt tónlist myndarinnar á rokki sjöunda áratugarins.
• Clay Aiken var orðaður við hlutverk Flynn Ryder á fyrstu stigum framleiðslu myndarinnar.
• Rapunzel er sífellt berfætt, en Mandy Moore sem ljær henni rödd sína, gerði slíkt hið sama við tökur.
TEIKNIMYND / ÆVINTÝRI
Aðalhlutverk: Mandy Moore, Zachary Levi, Donna Murphy, Ron Perlman, M.C. Gainey, Jeffrey Tambor, Brad Garrett, Paul F. Tompkins, Richard Kiel
Leikstjóri: Nathan Greno, Byron Howard
Handrit: Dan Fogelman, byggt á ævintýri e. Grimmsbræður
Tónlist: Alan Menken
Lengd: 100 mínútur
Útgefandi: Samflm
DÓMAR
AÐSÓKN
Bandaríkin:
199,7 milljónir dollara - #10 árið 2010 / 1 vika #1 / 17 vikur á topp 20
Á heimsvísu:
576,6 milljónir dollara - #8 árið 2010 /
Ísland:
20.490 áhorfendur - #4 árið 2011 / 1 vika #1 / 7 vikur á topp 10
The Globe and Mail Toronto Arizona Republic Boxoffce Magazine Empire Time Rolling Stone Kvikmyndir.is RottenTomatoes.com IMDb.com Metacritic.com
100/100 90/100 80/100 80/100 80/100 75/100 70/100 89/100 79/100 71/100
Tangled
Ævintýrin hafa aldrei verið svona síðhærð
9. júní
verðlaun
Óskarsverðlaunin 2011
1 tilnefning: Besta lag: I See the Light
Golden Globe verðlaunin 2011 2 tilnefningar: Besta teiknimynd / besta lag: I See the Light
Annað: 1 verðlaun og 12 tilnefningar.
This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »