Page 10 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

10 myndir mánaðarins

Í hinum litla og rólega smábæ Riverton lifr þjóðsaga ein góðu líf. Segir hún frá fjöldamorðingja nokkrum sem átti að hafa svarið þess eið á dauðadeginum að hann myndi einn daginn snúa aftur frá dauðum og myrða þau börn sem fæddust nóttina sem hann dæi. Nú eru liðin 16 ár frá því að þetta átti að hafa gerst og þá vill svo óhugnanlega til að fólk fer að hverfa sporlaust. Hefur morðinginn endurholdgast sem eitt af þeim sjö börnum sem fæddust nóttina örlagaríku eða lifði hann af þegar hann var skilinn eftir til að deyja forðum tíð?

Svarið gæti legið hjá Adam Heller (Max Thieriot), sem alltaf er kallaður Bug. Hann er grunlaus um þá glæpi sem verið er að fremja gegn krökkunum sjö en hefur undanfarið fengið martraðir þar sem hann dreymir dauða þeirra. Hvort er hann morðinginn eða eina von krakkanna?

My Soul to Take

Aðeins ein manneskja getur bjargað þessu fólki

Punktar

• Nafn myndarinnar er tekið úr barnabæn nokkurri. Vinnutitlar myndarinnar voru 25/8 og Bug. • Þetta er fyrsta myndin sem Wes Craven bæði skrifar og leikstýrir síðan hann gerði New Nightmare árið 1994.

• My Soul to Take markar nokkuð nýja stefnu fyrir leikarann Max Thieriot, því til þessa hefur hann aðallega leikið í fjölskylduvænum gamanmyndum á borð við The Pacifier, Nancy Drew og Kit Kittredge: An American Girl.

• Tónlistarhöfundur myndarinnar, Marco Beltrami, er þaulvanur tónlistargerð fyrir spennutrylla, því hann hefur einnig samið tónlistina fyrir Scream-myndirnar, Resident Evil , The Eye, The Invisible, Blade II og margar fleiri.

SPENNA

Aðalhlutverk: Max Thieriot, John Magaro, Denzel Whitaker, Zena Grey, Nick Lashaway, Paulina Olszynski, Jeremy Chu, Emily Meade, Raul Esparza, Jessica Hecht

Leikstjóri: Wes Craven

Handrit: Wes Craven

Lengd: 107 mínútur

Útgefandi: Myndform

.

í

DÓMAR

60/100 50/100 45/100

Time Out New York Movieline IMDb.com

2. júní

Cuba Gooding Jr., Christian Slater, Devon Bostick, Lara Daans og Kim Coates fara með aðalhlutverkin í hasarmyndinni Sacrifice. Segir hún frá leynilögreglumanninum John Hebron (Gooding Jr.), sem hefur eytt mörgum árum í hringiðu glæpa og morða og horfir fram á friðsamlegri tíma framundan þar sem hann vill hætta þessu líferni.

Áður en það tekst blandast hann þó í sitt hættulegasta mál frá upphafi, þegar dópsalinn Mike (Bostick) ræður John til að gæta sín og fimm ára gamallar systur sinnar, Angel, þar sem hann er að reyna að losna úr hinum hættulega heimi heróínbransans. Þegar Mike er svo drepinn situr John uppi með stúlkuna ungu, sem er svo snarlega rænt af eiturlyfjabarónunum. Til að bjarga stúlkunni þarf John því að beita öllum þeim brögðum sem hann hefur lært á ferlinum sem leynilögga...

Sacrifce

Réttlætið mun ná fram að ganga

Punktar

• Christian Slater hefur undanfarin ár eytt meiri tíma á leiksviði en í bíómyndum, m.a. á West End í London, en nú hefur hann farið á fulla ferð í kvikmyndaleikinn á ný. Hann hefur nú lokið við að leika í hvorki meira né minna en 8 myndum sem allar eru í eftirvinnslu þegar þetta er skrifað og er áætlað að komi út á þessu ári. • Cuba Gooding Jr. er lítill eftirbátur Slater að þessu leyti, því nú þegar hafa komið út þrjár myndir með honum á árinu, og von er á í það minnsta einni til viðbótar, stríðsmyndinni Red Tails, þar sem hann leikur m.a. á móti Robert Kazinsky, Bryan Cranston, Terrence Howard, Method Man og Ne-Yo. • Lana Daans er fastur gestur í myndum leikstjórans Damian Lee, því hún hefur áður leikið í King of Sorrow, The Poet, One Eyed King og Electra, sem Lee tengist öllum á einhvern hátt. • Kim Coates hefur áður leikið á móti Cuba Gooding Jr., árið 2008 í Hero Wanted.

.

í

DÓMAR

44/100 IMDb.com

SPENNA

Aðalhlutverk: Cuba Gooding Jr., Lara Daans, Christian Slater, Kim Coates, Devon Bostick, Arcadia Kendal, Zion Lee, Jake Simons, Layton Morrison

Leikstjóri: Damian Lee

Handrit: Damian Lee

Lengd: 100 mínútur

Útgefandi: Myndform

Page 10 - DVD-juni_2011_web

This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »