Page 37 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

37 myndir mánaðarins

Wild China er 6 þátta heimildarþáttaröð frá BBC, en hér er um að ræða fyrstu heildstæðu náttúrulífsþættina um Kína. Markmiðið með þessum þáttum var að sýna að náttúrulífið í Kína væri mun fjölbreyttara en fólk hefur gert sér grein fyrir til þessa, og það tókst sannarlega. Farið var til nánast allra héraða Kína við gerð þáttanna, en meðal þeirra mögnuðustu voru slóðir hins forna Han-veldis, slétturnar miklu við Mongólíu, Silkileiðin sögufræga og hið stórbrotna landslag Tíbet, en á öllum þessum stöðum þrífst ríkt og fjölbreytt dýralíf sem er oftar en ekki einstætt í heiminum.

HEIMILDARÞÆTTIR

Þulur: Bernard Hill

Leikstjóri: George Chan, Phil Chapman

Handrit: George Chan

Lengd: 300 mínútur

Útgefandi: Myndform

28.

apríl

Wild China

Hin stjörnum prýdda mynd The Informers er marglaga saga sem gerist á fyrstu árum níunda áratugarins í Los Angeles, en glamúrlífð þar var engu minna heillandi fyrir utanaðkomandi en það er í dag. Fyrir þá sembúa þar er glansmyndin þó ekki jafn hrein.

Graham Sloan (Jon Foster) er ungur maður á uppleið. Hann er sonur kvikmyndaframleiðandans William (Billy Bob Thornton) og pillufíkilsins Lauru (Kim Basinger), en þau eru skilin og samband þeirra í dag er vægast sagt grýtt. William reynir þó að bæta úr hlutunum á meðan hann heldur við fréttakonuna Cheryl Laine (Winona Ryder). Laura er á sama tíma í ástarsambandi við góðan vin sonarins, Marin (Austin Nichols).

Á meðan á öllu þessu stendur sekkur Graham sjálfur stöðugt dýpra ofan í hringiðu veisluhalda, eiturlyfjaneyslu og –sölu og glæpastarfsemi, sem á eftir að koma niður á honum ef hann passar sig ekki.

The Informers

Græðgi er góð. Kynlíf er auðvelt. Æskan er eilíf. Eða hvað?

Punktar

• Þetta er síðasta myndin sem Brad Renfro lék í áður en hann lést langt fyrir aldur fram árið 2008.

• Megnið af myndinni var tekið upp í Montevideo í Uruguay, aðallega af því að Los Angeles hefur breyst svo mikið síðan um miðjan níunda áratuginn. Billy Bob Thornton neitaði þó að ferðast þangað til að taka upp sín atriði, sem þýðir að atriðin hans og Winonu Ryder voru öll tekin upp í Los Angeles.

• Brandon Routh átti upphafega að leika vampíru í myndinni, en hlutverk hans var skrifað út á síðustu stundu áður en tökur hófust.

• Myndin er byggð á skáldsögu eftir Bret Easton Ellis, en hann skrifaði m.a. American Psycho.

SPENNA / DRAMA

Aðalhlutverk: Jon Foster, Austin Nichols, Amber Heard, Billy Bob Thornton, Kim Basinger, Mickey Rourke, Winona Ryder, Rhys Ifans, Chris Isaak, Lou Taylor Pucci, Brad Renfro

Leikstjóri: Gregor Jordan

Handrit: Nicholas Jarecki, byggt á bók e. Bret Easton Ellis

Lengd: 98 mínútur

Útgefandi: Samflm

8.

L

DÓMAR

*** 51/100

San Francisco Chronicle IMDb.com

28.apríl

28.05

The Fighter , sem vann tvenn Óskarsverðlaun á nýliðinni Óskarshátíð, gæti verið að geta af sér framhald. MTVMovies sögðu frá því seint í mars að DavidO. Russell , leikstjóri myndarinnar, hafmikinn áhuga á að skrifa handrit að The Fighter 2: „Ég held að það yrði æðislegt. Ég elska þessar persónur og ég held að við gætum gert margt skemmtilegt og áhugavert,“ sagði hann þegar hann var spurður út í möguleikann á framhaldi.

Saga hálfbræðranna raunverulegu, Mickey Ward og Dicky Ecklund , er sannarlega nógu stór til að hægt sé að halda áfram með söguna sem sögð var í The Fighter, en það sem gerir þessar vangaveltur virkilega spennandi er að Mark Wahlberg lýsti því yfr við Entertainment Weekly að allir leikararnir vildu snúa aftur í hlutverk sín: „Það skemmtu allir sér svomikið við að geramyndina að ég get ekki ímyndaðmér að þeir vildu ekki koma aftur,“ sagði Wahlberg. Nú bíðum við bara...

THE FIGHTER 2 Í VINNSLU?

Page 37 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »