Page 36 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

36 myndir mánaðarins

Ævintýri þriðja bekkingsins Ramonu (Joey King) og eldri systur hennar Beezus (Selena Gomez) lifna við á hvíta tjaldinu eftir að hafa slegið í gegn í metsölubókum Beverly Cleary. Öfugt ímyndunaraf Ramonu, óþreytandi kraftur og hennar ótrúlegi hæfleiki við að koma sér í klandur eða valda einhverjum slysum heldur vinum og vandamönnum hennar á tánum. En það eru einmitt þessir barnslegu og fjörugu eiginleikar sem koma henni að góðum notum þegar hún einsetur sér að bjarga heimili Quimby fjölskyldunnar.

Eftir að brotinn er niður veggur til að byggja nýtt herbergi við húsið missir faðir þeirra systra (John Corbett) vinnuna. Ramona heyrir samtal foreldra sinna um yfrvofandi peningavanda þeirra og ákveður að selja límonaði og þrífa bíla til að safna fjár. Þetta, eins og svo margt annað í líf Ramonu endar með ósköpum, en hver getur staðist sjarma þessa litla hrakfallabálks?

Ramona and Beezus

Ævintýri á dag kemur skapinu í lag

Punktar

• Bækur Beverly Cleary um Ramonu og Beezus, sem myndin er gerð eftir, hafa einnig verið aðlagaðar að sjónvarpsþáttum. • Rétt nafn Beezus er Beatrice, hún gat hinsvegar ekki sagt Beatrice þegar hún var lítil og sagði í staðinn Beezus. • Beezus og Ramona voru upprunalega aukapersónur í bókum sem fjölluðu um Henry Huggins, en vegna vinsælda þeirra systra var sjónum beitt að þeim í staðinn. • Nafn byggingaverktakans sem sér um að búa til nýtt svefnherbergi fyrir Quimby fjölskylduna heitir Bendix, en nafnið vísar til dúkku sem Ramona setti í afmælistertu Beezus í bókinni Beezus and Ramona. • Margir eðalslagarar heyrast í myndinni, svo sem Eternal Flame með The Bangles, Here It Goes Again með OK Go og Walking on Sunshine sem Katrina and the Waves gerðu vinsælt. Þá varð frumsamið lag með Selenu Gomez vinsælt í kjölfar myndarinnar en það ber nafnið Live Like There‘s No Tomorrow.

ÆVINTÝRI/GAMANMYND

Aðalhlutverk: Selena Gomez, Joey King, John Corbett, Bridget Moynahan, Ginnifer Goodwin, Leikstjóri: Elizabeth Allen

Handrit: Laurie Craig og Nick Pustay eftir skáldsögum Beverly Cleary

Kvikmyndataka: John Bailey

Tónlist: Mark Mothersbaugh

Lengd: 103 mínútur

Útgefandi: Sena

8.

l

DÓMAR

**** *** *** *** **** 65/100 71/100 56/100

Boxoffce Magazine Roger Ebert New York Post Washington Post Los Angeles Times IMDb.com

RottenTomatoes.com Metacritic.com

28.apríl

Frá því að dóttir þeirra Emily dó hafa Doug (James Gandolfini) og Lois (Melissa Leo) fjarlægst hvort annað. Lois þjáist af sektarkennd yfir dauða dóttur sinnar og þorir ekki út um hússins dyr. Til að halda í þá trú að hún lifi enn einhverskonar lífi fær hún hárgreiðslukonu, systur sína og bæjarprestinn í heimsókn reglulega. Doug heldur við þernuna Vivian. En þegar hún deyr leitar hann huggunar á strippbúllu í New Orleans þar sem hin 16 ára Mallroy bíður honum kjöltudans. Hann bíður henni í staðinn að fá hundrað dollara á dag fyrir að leyfa sér að búa hjá sér þangað til að hann finnur út úr því hvað hann á að gera við líf sitt. Lois gerir sér þá loks grein fyrir því að hún þarf að berjast fyrir þessu hjónabandi ef það á ekki að fjara út í sandinn.

Welcome to the Rileys

Þetta er ekkert venjulegt fjölskyldulíf.

Punktar

• Melissa Leo á nokkurskonar endurkomu þessa dagana, en hún fékk Óskarsverðlaun (og feiri) fyrir leik sinn í The Fighter og er væntanleg í nýjustu Kevin Smith myndinni, Red State. • Aðdáendur Kirsten Stewart bíða nú spenntir eftir nýjustu Mjallhvítarsögunni, Snow White and the Huntsman, sem skartar Kirsten í aðalhlutverki. Charlize Theron fer með hlutverk illu stjúpunnar og Viggo Mortensen með hlutverk veiðimannsins. Áætlað er að frumsýna myndina árið 2012.

• Leikstjórinn Jake Scott hefur komið um langan veg í Hollywood, en hann hefur verið þekktastur fyrir að gera tónlistarmyndbönd og stuttmyndir. Hann á þó Alien þríleiknum eitthvað að þakka því hann var statisti í fyrstu Alien myndinni og vann við listræna hönnun við þriðju myndina.

8.

l

DÓMAR DRAMA

Aðalhlutverk: Kristen Stewart, James Gandolfni, Melissa Leo, Joe Crest, Ally Sheedy, Tiffany Coty, Eisa Davis, Lance E. Nichols.

Leikstjóri: Jake Scott.

Handrit: Ken Hixon.

Lengd: 110 mínútur.

Útgefandi: Sena.

verðlaun

verðlaun

Teen Choice Awards

1 tilnefning: Selena Gomez sem kvenstjarna í sumarmynd.

Sundance kvikmyndahátíðin 2010 1 tilnefning: dómnefndarverðlaun fyrir bestu dramatísku kvikmynd.

*** *** *** *** 71/100 54/100 50/100

Roger Ebert Boxoffce Magazine Reel Film eFilmCritic IMDb.com

RottenTomatoes.com Metacritic.com

Page 36 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »