This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »32 myndir mánaðarins
Þriðja myndin um Greg Focker (Ben Stiller), eiginkonuna Pam (Teri Polo) og hina afar skrautlegu foreldra þeirra gerist nokkru eftir atburði síðustu myndar og hefur ýmislegt á daga fólksins drifið. Nú eru liðin 10 ár síðan Greg og Pam hófu samband sitt og enn hefur Greg ekki náð að vinna fullt traust tengdaföður síns, hins bráðláta og tortryggna Jack (Robert De Niro). Greg og Pam hafa á þessum tíma eignast tvö börn og þar sem þröngt er í búi þarf Greg að fá sér aukavinnu í kynningarstarf fyrir lyfjafyrirtæki.
Þegar það á svo að halda upp á tveggja ára afmæli krakkanna lætur svo allt tengdafólkið – og feiri til – sjá sig. Á meðal þeirra sem dúkka upp er Kevin (Owen Wilson), fyrrum elskhugi Pam, sem hefur aldrei komist almennilega yfr hana.
Greg þarf því að sanna fyrir bæði sjálfum sér, Pam, Kevin og síðast en ekki síst Jack að hann geti stjórnað fjölskyldunni sinni. En þegar misskilningur, njósnir og leyniverkefni hjá ólíklegustu fjölskyldumeðlimum gera málin enn fóknari verður það hægara sagt en gert fyrir hann.
Punktar
• Paul Weitz tók við leikstjórakeflinu af Jay Roach, sem leikstýrði fyrstu tveimur myndunum. Roach er hins vegar framleiðandi í þetta sinn. Weitz er einna þekktastur fyrir að hafa leikstýrt About a Boy og American Pie. • Lengi vel leit út fyrir að Dustin Hoffman myndi ekki endurtaka hlutverk sitt sem Bernie Focker, en ákvað að slá til á síðustu stundu. • Ben Stiller talar fyrir Bernard, föður aðalpersónunnar í teiknimyndinni Megamind, sem kemur einnig út í desember.
• Rétt eins og með Meet the Fockers var kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna tregt við að leyfa nafn myndarinnar.
• Í atriðinu í boltapyttinum heyrist tónl ist úr myndinni Jaws frá 1975. • Rober t De Niro mun bir tast seinna á þessu ári í myndinni The Ki l ler El ite, en hún er framleidd af hinum al íslenska Sigurjóni Sighvatssyni . • Owen Wi lson mun endur taka l í klega vinsælasta hlutverk sitt á ferl inum í ár, en það merki lega er að hann sést aldrei sjálfur í því , þar sem hann talar fyrir Lightning McQueen í Cars 2.
• Dustin Hof fman mun einnig l já teiknimyndapersónu rödd sína á árinu, en hann talar fyrir Shifu í Kung Fu Panda 2.
GAMAN
Aðalhlutverk: BenStiller, RobertDeNiro, OwenWilson, DustinHoffman, BarbraStreisand, BlytheDanner, Teri Polo, JessicaAlba, LauraDern, KevinHart, DaisyTahan
Leikstjóri: PaulWeitz
Handrit: JohnHamburg, LarryStuckey
Kvikmyndataka: Remi Adefarasin
Tónlist: StephenTrask
Lengd: 98mínútur
Útgefandi: Samfilm
.
DÓMAR
AÐSÓKN
Bandaríkin:
148,2 milljónir dollara - #17 árið 2010 / 2 vikur #1 / 7 vikur á topp 20
Á heimsvísu:
308,7 milljónir dollara - #20 árið 2010
Ísland:
19.913 áhorfendur - #19 árið 2010 / 1 vika #1 / 3 vikur á topp 10
IMDb.com 53/10
Little Fockers
Börnin gera alla nánari. Er það ekki?
28.apríl
This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »