Page 30 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

30 myndir mánaðarins

This is England ´86

This is England ´86 er bresk sjónvarpsþáttaröð sem gerist, eins og nafnið gefur til kynna, árið 1986. Þáerveriðaðhaldaheimsmeistarkeppnina í knattspyrnu í Mexíkó, Chris de Burgh er efstur á vinsældalistum útvarpsstöðvanna og yfr þrjár milljónir Breta eru atvinnulausar. Lol (Vicky McClure) er enn í skóla og er að reyna að fnna sér stefnu í lífnu. Hún og vinirnir, Woody, Smell, Gadget, Meggie og Shaun eru í svipaðri stöðu, en það er meira en að segja það fyrir alla að fá vinnu, en það sem allir geta gert er að skemmta sér. Hins vegar er stærri spurning hvort það muni færa þeim þá hamingju sem vonast er til...

Punktar

• Sjónvarpsþættirnir eru byggðir á samnefndri kvikmynd, en í staðinn fyrir að einbeita sér að „skinhead“- menningarkimanum í kringum 1983 var sagan færð þrjú ár áfram, beint inn í uppgang Mod-kúltúrsins.

• Hvar nákvæmlega þættirnir gerast er aldrei látið uppi, en í fyrsta þættinum stíga Woody og Lol um borð í Yorkshire Rider-strætó, en það fyrirtæki starfaði í West Yorkshire á níunda áratugnum.

DRAMAÞÆTTIR

Aðalhlutverk: Vicky McClure, Joe Gilgun, Andrew Shim, Thomas Turgoose, Rosamund Hanson, Chanel Cresswell, Danielle Watson, Andrew Ellis, Michael Socha, Perry Benson

Leikstjóri: Tom Harper, Shane Meadows

Handrit: Shane Meadows, Jack Thorne

Lengd: 200 mínútur

Útgefandi: Myndform

20.

APRÍL

England 1986 var furðulegur staður

DÓMAR

84/100 – IMDb.com

20.apríl

Nú í apríl kemur sjöunda Harry Potter-myndin, The Deathly Hallows Part 1, út á DVD og Blu-ray. „Part 1“ þýðir að sjálfsögðu að það verður „ Part 2 “ og sú mynd, sem einnig er lokakafi sögunnar stóru um Drenginn sem lifði , verður frumsýndur með pompi og prakt í júlí.

Við höfumþurft að bíða lengi eftir stillumog stiklumúr þeirri mynd, en loks hefur þorstanumverið svalað pínulítið. Það er komið svokallað „ Featurette “ á vefnn, t.d. á Kvikmyndir.is , þar sembrotumúr myndinni er blandað saman við stutt viðtöl við aðalleikarana og leikstjórann, og auk þess eru komnar tvær nýjar stillur, sem við sýnum ykkur hér í blaðinu. Þessi áttunda Harry Potter-mynd verður sú fyrsta í fullri þrívídd, en ákveðið var að sjöunda myndin yrði í hefðbundinni tvívídd eftir miklar vangaveltur, þar sem umbreyting í þrívídd hefði tekið of langan tíma til að hægt hefði verið að frumsýna hana í nóvember síðastliðnum.

Þessar stillur gefa frekar lítið uppi, nema kannski að staðfesta það sem sást í The Deathly Hallows Part 1 að þetta verður „fullorðins“ mynd, og mun dekkri en þær fyrstu.

STYTTIST Í LOKAKAFLA HARRY POTTER FYRSTU STILLURNAR KOMNAR

Page 30 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »