Page 16 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

16 myndir mánaðarins

Óskarsverðlaunamyndin Inside Job hefur vakið athygli hvarvetna fyrir skilmerkilega og góða umfjöllun um það sem margir telja vera stærsta glæpamál okkar tíma, efnahagslegt hrun hinna vestrænnu landa.

Árið 2008 skall á kreppa sem enn er ekki séð fyrir endann á, milljónir misstu atvinnu sína og húsnæði, ótrúlega fjárhæðir virðast hafa runnið út í sandinn og fáir sem engir af þeim sem báru ábyrgð á þeim fjármálafyrirtækjum sem leiddu fallið hafa verið sóttir til saka.

Framleiðendur Inside Job lögðust í ítarlega rannsóknarvinnu á því hvernig þetta allt saman gat gerst og hverjum það er að kenna. Í myndinni sjást viðtöl þeirra við helstu fjármálamenn heims, stjórnmálamenn, blaðamenn og fræðimenn þar sem ris hins stjórnlausa fjármálamarkaðs og fall er rakið. Upp úr kafnu koma sauðspilltir aðilar úr öllum þessum stéttum og spillingin breiðir út anga sína allt frá Bandaríkjunum til Íslands, Bretlands, Frakklands, Singapore og Kína.

Inside Job

Myndin sem kostaði 20,000,000,000,000 dollara að gera.

Punktar

• Myndin var valin inn á hina virtu kvikmyndahátíð í Cannes 2010 þar sem hún var sýnd við sérstaka athöfn. • Stórleikarinn Matt Damon er sögumaður myndarinnar. Almennt var talið að hann væri að taka talsverða áhættu með því að lesa inn á myndina en Hollywood-leikarar halda sig yfrleitt utan við pólitískar heimildarmyndir.

• Smellurinn Congratulations með hljómsveitinni MGMT heyrist yfr kreditlista myndarinnar.

• Charles Fergusson leikstýrði einnig heimildarmyndinni No End In Sight, sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna (og margra annarra) 2008. Sú fjallar um stjórn George W. Bush og innrásina í Írak. • Í myndinni er meðal annars talað við Frederic Mishkin, sem er annar þeirra tveggja sem sömdu skýrsluna um ástand íslenska fjármálamarkaðsins og gáfu Íslandi toppeinkunn fyrir eftirlit með fjármálastofnunum.

HEIMILDARMYND

Leikstjóri: Charles Ferguson

Handrit: Chad Beck og Adam Bolt

Kvikmyndataka: Svetlana Cvetko

Tónlist: Alex Heffes

Lengd: 120 mínútur

Útgefandi: Sena

4.

L

DÓMAR

***** ***** **** **** *** 81/100 98/100 88/100

The New York Times Variety Roger Ebert Empire

Boxoffce Magazine IMDb.com

RottenTomatoes.com Metacritic.com

14.apríl

VERÐLAUN

Óskarsverðlaunin 2011

1 verðlaun: fyrir bestu heimildarmynd í fullri lengd.

Annað: 2 verðlaun / 6 tilnefningum

Pacifc Abyss er þriggja þátta heimildarþáttaröð frá BBC sem fjallar um rannsóknarferð djúpsávarlíffræðinga og kvikmyndagerðarmanna til hafsins undan Míkrónesíu, vettvangs eins stórbrotnasta kóralrifs Jarðar og svæðanna í kring, sem mörg hver eru talin innihalda mikinn fjölda áður óuppgötvaðra fska- og dýrategunda. Það sem teymið fnnur í köfunarleiðöngrum sínum niður á allt að 225 metra dýpi eru m.a. skipsfök úr seinni heimsstyrjöldinni, gríðarhá neðansjávarþverhnípi og mikilfenglegir hellar. Auk þess fundu þeir mikinn fjölda nýrra tegunda í ferðinni, en margar þeirrar eru merkilegri en maður getur ímyndað sér.

HEIMILDARÞÆTTIR

Aðalhlutverk: Michael deGruy, Kate Humble o.f.

Leikstjóri: Dale Templar

Kvikmyndataka: Michael deGruy

Lengd: 120 mínútur

Útgefandi: Myndform

14.

apríl

16. júní

Spennutryllirinn Nine Miles Down skartar Adrian Paul í aðalhlutverkinu og segir frá öryggisfulltrúanum Thomas „Jack“ Jackman, sem hefur verið sendur til fyrrum gasborunarstöðvar í funheitri og harðbýlli Sahara-eyðimörkinni. Ástæðan fyrir förinni er sú að höfuðstöðvarnar hafa misst allt samband við stöðina og ekki heyrt í neinum af þeim starfsmönnum sem voru sendir til að breyta stöðinni úr gasborunarstöð í djúpborunar-rannsóknarstöð sem átti að bora dýpra ofan í jörðina en nokkrum hefur áður tekist.

Þegar Jack mætir á svæðið er stöðin að því er virðist algerlega mannlaus og einu ummerkin eru rotin dýrahræ inni í stöðinni. Brátt rekst Jack þó á Kat (Amanda Douge), sem virðist vera eina eftirlifandi manneskjan og vinna þau í framhaldinu saman að því að komast til botns í málinu – eða hvað?

NineMiles Down Pacifc Abyss

Frelsa oss frá illu

SPENNA

Aðalhlutverk: Adrian Paul, Amanda Douge, Anthony Waller, Caroline Couret-Delegue, Kate Nauta, Yousef Amin, Arcadiy Golubovich, Meredith Ostrom, Andrew Rybak

Leikstjóri: Anthony Waller

Handrit: Anthony Waller, Everett De Roche

Lengd: 86 mínútur

Útgefandi: Myndform

14.

apríl

Punktar

DÓMAR

55/100 IMDb.com

• Leikstjórinn Anthony Waller, sem einnig leikur Professor Borman, hefur áður gert myndir eins og Mute Witness (1994) og An American Werewolf in Paris (1997). • Adrian Paul er Íslendingum líklega kunnastur í hlutverki Duncan MacLeod í myndinni Highlander: Endgame frá 2000, en hann lék Duncan einnig í vinsælum sjónvarpsþáttum um Hálendinginn frá 1992 til 1998. Áður hafði hann skapað sér nafn í hlutverki John Kincaid í sjónvarpsþáttunumWar of the Worlds árið 1989-90.

Page 16 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »