Myndir mánaðarins, janúar 2020 - Leigan

22 Myndir mánaðarins Tölvuteiknuðuþættirnir umTappamús eru8mínútur á lengdog inniheldur hver þáttur sjálfstæða sögu umævintýri hans og þeirra sem hann þekkir. Þessar skemmtilegu teiknimyndir eru byggðar á barnabókum eftir ítalska höf- undinn Andrea Dami með teikningum eftir Marco Campanella en þær hafa verið þýddar á meira en 30 tungumál á undan- förnum árum. Hver einasti dagur ber í skauti sér ný tækifæri fyrir Tappa til að kanna veröldina og undrin sem í henni leynast ásamt fjölskyldu sinni og vinahóp þar sem kætin og gleðin ræður ætíð för. Tappi mús 31. janúar 56 mín Teiknimyndir um Tappa mús, fjölskyldu hans og dagleg ævintýri þeirra Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni 111 mín Aðalhl.: Jesse Eisenberg, Alexander Skarsgård, Salma Hayek og Michael Mando Leikstj.: Kim Nguyen Útg.: Myndform VOD Spennudrama Verðbréfasalinn Vincent Zaleski fær þá hugmynd að ef ljósleiðari væri lagð- ur í þráðbeinni línu á milli Kansas og New York gæti það flýtt rafrænum boðumumeinamillisekúndu semaftur myndi nægja þeim semboðin fengi til að græða milljónir dollara með svokallaðri „front run“-aðferð. Vincent kynnir hugmyndina fyrir vellauðugum viðskiptavini sínum sem felst á að fjármagna hana og þar með hefst atburðarás sem enginn veit hvar endar. Hér er á ferðinni hátæknileg spennumynd með gamansömu ívafi þótt grínið sé á köflum heldur grátt, jafnvel svart, því um leið og Vincent fær grænt ljós á fram- kvæmdina og hefst handa tekur fyrrverandi vinnuveitanda hans, hina svellköldu Evu Torres, að gruna hvað sé í gangi og ákveður að koma í veg fyrir áætlunina ... Hver millisekúnda telur Jesse Eisenberg, Alexander Skarsgård og Salma Hayek leika þrjú stærstu hlutverkin í The Hummingbird Project . l The Hummingbird Project hefur hlotið fína dóma margra, ekki síst þeirra sem hafa einhverja innsýn í hátæknina og gróðamöguleikana semsöguþráðurinn byggir á en samkvæmt okkar heimild- um hér á Myndum mánaðarins þá væri hugmynd Vincents í raun framkvæm- anleg ef ekki væri fyrir þá staðreynd að „front run“-viðskiptaaðferðin er ólögleg enda má færa fyrir því góð rök að hún byggi á innherjaupplýsingum. l Myndin var tilnefnd til kanadísku kvik- myndaverðlaunanna í fimm flokkum semallir lúta að tæknilegri gerð hennar. Punktar .................................................................. 31. janúar  1/2 - FilmThreat  1/2 - C. Sun-Times  - The Observer  1/2 - N.Y. Times  1/2 - L.A. Times  1/2 - Wrap  - Empire The Hummingbird Project – Tappi mús

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=