Myndir mánaðarins, janúar 2020 - Leigan

23 Myndir mánaðarins Leikkonan, dansarinn og söngkonan Julianne Hough skrapp út í göngutúr í kringum heimili sitt í Los Angeles 9. desember og skartaði skyrtu sem fæst hjá rainbowshops.com , en þær eru nú sagðar seljast í bílförmum. Á sama tíma var Hugh Jackman í New Orleans þar sem hann var að leika í fyrstu bíómynd Lisu Joy, Reminiscence , en þar er á ferðinni vísindaskáldsaga og tryllir um vísindamann sem finnur leið til að endurupplifa fortíðina. Þeir Kevin Hart og Dwayne Johnson voru hins vegar á Sólsetursbreiðgötunni í Hollywood í tilefni þess að Kevin var að fá sín eigin handa- og fótaför í stéttina fyrir framan Kínverska leikhúsið. Um leið þáði hann koss frá vini sínum Dwayne. 105 mín Aðalhl.: Francesco Di Napoli, Viviana Aprea, Alfredo Turitto og Carmine Pizzo Leikstj.: Claudio Giovannesi Útg.: Myndform VOD Drama/spenna Piranhas er eftir leikstjórann Claudio Giovannesi ( Alì Blue Eyes ) og gerist í þriðju stærstu borg Ítalíu, Napólí, sem hefur löngum verið þekkt fyrir að vera að stóru leyti í klóm ítölsku mafíunnar. Hér fáum við ógnvekjandi innsýn í líf nokkurra fimmtán ára gamalla pilta sem ganga erinda mafí- unnar og sjá framtíð sína fólgna í því að komast til metorða innan hennar. Þótt Piranhas sé skálduð frásögn þá segja þeir sem til þekkja að hún sé í raun alveg ótrúlega nákvæm lýsing á raunveruleikanum í Napólí og þá aðallega í hverfinu Rione Sanità sem er rétt norðan við miðborgina. Við kynnumst hér nokkrum strákum sem eru fæddir og uppaldir í Rione Sanità og hafa frá unga aldri séð með eigin augum að glæpir eru einfaldasta leiðin til að afla peninga ... Þetta er enginn leikur l Piranhas (sem nefnd var La paranza dei bambini í ítölskum kvikmynda- húsum) er byggð á bók rithöfundarins Robertos Saviano, en hann skrifaði m.a. einnig bókina Gomorrah sem sam- nefndir sjónvarpsþættir voru byggðir á. Roberto skrifaði sjálfur handritið að myndinni í samvinnu við Claudio Giovannesi og Maurizio Braucci. l Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna í heimalandinu og víðar, t.d. Silfur- björninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín þar sem hún var líka tilnefnd til Gullbjarnarins sem besta myndin. Punktar .................................................................. 31. janúar  1/2 - Washington Post  1/2 - L.A. Times  1/2 - IndieWire  1/2 - The FilmStage  - SlantMagazine  - TheGuardian Með aðalhlutverkin í myndinni fer stór hópur ungra ítalskra leikara. Piranhas

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=