Zod hótar jarðarbúum þjáningu

Kynningarherferð fyrir Superman myndina Man of Steel er í hæstu hæðum þessa dagana og er hershöfðinginn Zod kynntur til sögunnar í nýjasta myndbrotinu.

Aðdáendur Superman ættu að þekkja Zod hershöfðingja, fasíska yfirmann hersins á Krypton sem er heimapláneta Superman. Terrence Stamp fór með hlutverk hershöfðingjans í fyrstu tveimur myndunum um Superman, þegar Christopher Reeves lék ofurmennið.

Michael Shannon fer hinsvegar með hlutverk Zod að þessu sinni og er hann meðal annars þekktur fyrir að leika Nelson Van Alden í þáttunum Boardwalk Empire.

Myndbrotið sýnir Zod hóta jarðarbúum þjáningu ef Kal-El (Superman) gefur sig ekki fram til hans.