Wonder Woman afhjúpuð á Comic-Con

Zack Snyder leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Batman V. Superman: Dawn of Justice, birti í dag í pallborði ( og á Twitter ) fyrir myndina á Comic-Con ráðstefnunni í San Diego í Bandaríkjunum, sem nú stendur sem hæst, fyrstu opinberu myndina af leikkonnunni Gal Gadot í hlutverki sínu sem Wonder Woman í Batman v. Superman.

Sjáðu myndina hér fyrir neðan:

wonderwoman

Í pallborðinu voru ásamt Znyder aðalleikarar myndarinnar þeir Ben Affleck,  sem leikur Batman, og Henry Cavill,  sem leikur Superman, ásamt fyrrnefndri Gal Gadot.

Þessi mynd birtist síðan á Twitter af hópnum:

51c54bac6e4ac0b6f228abab7a07f00a88df36d5

Snyder sagði í pallborðinu að hann ætlaði reyndar ekki að leyfa leikurunum að tala neitt við viðstadda, því hann vildi ekki að þau uppljóstruðu neinum leyndarmálum úr myndinni.

„Við erum samt með pínu lítinn hlut,“ sagði Snyder og sýndi svo örstutta kitlu úr myndinni með drungalegri mynd af borg þar sem Batman sést uppi á þaki og dregur ábreiðu af Batman kastaranum. Hann kveikir síðan á merkinu og lýsir upp í himininn þar sem sést í Superman fljúgandi á himninum.