Wild Things leikstjóri gerir ofverndaðan geðtrylli

Leikstjórinn John McNaughton, sem leikstýrði myndunum Wild Things og Henry: Portrait of a Serial Killer, hefur ekki verið áberandi hin síðari ár, en nú er von á nýrri mynd frá honum, að því er kvikmyndaritið Variety greinir frá. Um er að ræða geðtryllinn The Harvest.

Úr myndinni Wild Things.

McNaughton hefur ekki gert kvikmynd síðan hann leikstýrði rómantísku gamanmyndinni Speaking of Sex árið 2001, en síðan þá hefur hann unnið í sjónvarpi við þætti eins og Without A TraceJohnny From Cincinnati og Masters of Horror. 

Myndin verður framleidd fyrir lágmarksfjármagn, eða um 10 milljónir Bandaríkjadala. Meðal leikara í myndinni verða þau Michael Shannon, Samantha Morton, Natasha Calis, Charlie Tahan, Leslie Lyles og Meadow Williams.

Myndin verður byggð á handriti eftir Stephen Lancellotti, og segir frá hjónum, sem leikin eru af Shannon og Morton, sem eiga veikan son, sem leikinn er af Charlie Tahan.

Fjölskyldan kýs að lifa einangruðu lífi til að vernda soninn, en þegar ung stúlka, sem leikin er af Natasha Calis, fer að gera sér dælt við soninn, þá grípur hin ofverndandi móðir til sinna ráða.

Tökur myndarinnar eru hafnar.