Vill að Bane stöðvi Súperman og Batman

Tom Hardy, sem hefur verið upptekinn við að leika í Legend og The Revenant undanfarið, hefur áhuga á að leika Bane á nýjan leik. DARK KNIGHT RISES

Hardy lék illmennið ófrýnilega í Batman-myndinni The Dark Knight Rises.

„Auðvitað myndi ég vilja það. Ég er Bane,“ sagði Hardy við MTV. „Einhver spurði mig hvor ég vildi að myndi sigra í bardaga á milli Súperman og Batman. Ég myndi vilja halda þeim báðum ofan í vatninu þangað til loftbólurnar hætta að koma upp.“

Batman v. Superman: Dawn of Justice er væntanleg í bíó næsta vor.