Verður Blue Jasmine sniðgengin á Óskarnum?

Atkvæðagreiðsla fyrir næstu Óskarsverðlaunahátíð hefst á föstudaginn í næstu viku.

blue jasmine

Mynd Woody Allen, Blue Jasmine, hefur verið tilnefnd til þrennra verðlauna. Allen fyrir besta handritið, Cate Blanchett sem besta leikkonan og Sally Hawkins fyrir bestan leik í aukahlutverki.

Fjölmiðlar, þar á meðal Variety.com, velta fyrir sér hvort meðlimir akademíunnar muni sniðganga myndina vegna ásakana Dylan Farrow, fósturdóttur Allen og Mia Farrow, um að Allen hafi beitt hana kynferðisofbeldi þegar hún var sjö ára. Allen hefur neitað þessum ásökunum.

Cate Blanchett vann Golden Globe-verðlaunin fyrir frammistöðu sína en þau voru veitt áður en ásakanirnar voru birtar. Hún hefur einu sinni unnið Óskarinn, fyrir aukahlutverk í The Aviator.

Sally Hawkins hefur aldrei áður verið tilnefnd til Óskarsins. Hún var tilnefnd til Golden Globe fyrir hlutverkið en fékk ekki.

Woody Allen vann Óskarinn síðast 2012 fyrir handrit sitt að Midnight in Paris.