Vergara kaupir kynlífsþjónustu af Allen í nýrri stiklu

sofiaNýjasta kvikmynd John Turturro, Fading Gigolo, með Woody Allen og sjálfum Turturro í aðalhlutverkum verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september.

Ný stikla hefur verið sýnd úr myndinni fyrir hátíðina. Í stiklunni sjáum við Allen og Turturro ræða málin þegar Allen stingur upp á því að byrja með kynlífsþjónustu, Turturro til mikillar furðu. Allen nær að sannfæra hann vegna þess Turturro vantar peninga og Allen er að loka verslun sinni. Eftir það byrja miklar vangaveltur um útlit Turturro og hvernig það væri best að útfæra þjónustuna.

Kvikmyndahátíðin í Toronto er ein stærsta kvikmyndahátíð í heimi og velja margir leikstjórar að frumsýna kvikmyndir sýnir þar. Í ár verða sýndar yfir 300 kvikmyndir frá 60 löndum og þar á meðal tvær íslenskar kvikmyndir, Málmhaus og This is Sanlitun.

Myndin fjallar í grunninn um tvo vini sem ákveða að græða pening á því að selja annan þeirra til vændis. Eini gallinn er sá að persóna Turturro er miðaldra óöruggur einstaklingur. Með söluhæfileikum persónu Allen nær hann að selja vin sinn til glæsikvenna sem eru leiknar af Sofiu Vergara og Sharon Stone.