Verður fyrsta eiginkona Jobs

Katherine Waterstone hefur verið ráðin í hlutverk í myndinni Jobs, ævisögulegri mynd um stofnanda Apple tæknirisans Steve Jobs, sem nú er látinn. Waterstone mun leika fyrstu eiginkonu Jobs, en Jobs sjálfan leikur Michael Fassbender.

Gamanleikarinn Seth Rogen mun leika meðstofnanda Apple, Steve Wozniak. Leikstjóri verður Danny Boyle og Aaron Sorkin skrifar handrit sem byggt er á ævisögu Walter Isaacson.

waterstone

Framleiðandi myndarinnar er Universal, en fyrirtækið tók við keflinu þegar Sony hætti við að gera myndina.

Waterstone lék stórt hlutverk í mynd Paul Thomas Anderson, Inherent Vice, hlutverk Shasta Fay Hepworth.