Vaknar einn daginn með horn á hausnum

daniel-radcliffe-hornsNý stikla úr úr nýjustu mynd Alexandre Aja, Horns, var sýnd á Comic-Con ráðstefnunni um helgina. Í myndinni fer Harry Potter-leikarinn, Daniel Radcliffe, með hlutverk manns sem vaknar einn daginn með horn á hausnum.

Radcliffe leikur Ig Perrish, ungan mann sem er grunaður um að hafa nauðgað og myrt unnustu sína, glæp sem hann framdi ekki.

Hornin sem byrja að spretta upp úr enni hans, bæta gráu ofan á svart, en þó fylgir þeim sá hæfileiki að Perrish getur nú dregið játningar upp úr ókunnugu fólki, sem er hæfileiki sem mun hjálpa honum að finna hinn raunverulega morðingja unnustunnar.

Hér að neðan má sjá opinbera Comic-Con stiklu úr myndinni.