Uppáhalds leikararnir þínir brillera í nýrri stiklu

Kannski aðeins of djörf (og löng) fyrirsögn, en ég stend við hana. Ef þú ert ekki sammála um hversu drullugóður leikhópurinn í Seven Psychopaths er, þá missi ég ósjálfrátt pínu virðinguna fyrir þínum kvikmyndasmekk… en allavega. Síðan ég sá In Bruges hef ég beðið spenntur eftir því hvað leikstjórinn Martin McDonagh myndi gera næst, og síðan ég frétti að leikhópurinn myndi innihalda Colin Farrel, Woody Harrelson, Sam Rockwell, Tom Waits og síðast en ekki síst Christopher Walken hef ég varla getað haldið vatni. Nú er fyrsta stiklan komin, og hún minnkar ekki væntingar mínar. Ég spái því að þetta verði mín uppáhaldsmynd þetta árið, og örugglega margra sem sjá hana. Vonandi að myndin fái almennilega dreifingu hér á landi. Hér er stiklan…