Topp 10 Möst að mati Ólafar Birnu

Ólöf Birna Torfadóttir, leikstjóri og handritshöfundur svörtu gamanmyndarinnar Topp 10 Möst – sem væntanleg er í bíó þann 11. október – deilir hér með lesendum lista yfir sínar topp tíu uppáhalds kvikmyndir og hvers vegna.

Sjá einnig: Með spennu og kómík að leiðarljósi

Topp 10 Möst segir annars vegar frá Örnu, sem heldur af stað í ferðalag þar sem hún hyggst enda á austfjörðunum. Á sama tíma er eilífðarfanginn Mjöll búin að komast að því að barnsfaðir hennar býr á Egilsstöðum og vill að nýja konan ættleiði dóttur þeirra.

Þá flýr hún úr fangelsinu og á bensínstöð á leið út úr bænum finnur hún sér far í bíl Örnu. Með helstu hlutverk fara Helga Braga Jónsdóttir og Tanja Björk Ómarsdóttir og má finna nýútgefna stiklu hér að neðan.

Ólöf segir í samtali við Kvikmyndir.is það vera breytilegt eftir veðri eða degi hvaða bíómyndatitlar færu á topplista hennar og lýsir hún niðurstöðunni sem handahófskenndri en persónulegri, þá hvað eigin nostalgíu varðar. Ólöf fær orðið:

Þessi listi gæti verið allt öðruvísi ef ég yrði spurð í næstu viku. Mér fannst ég fara svolítið í nostalgíumyndir. Þá myndir sem ég horfði mikið á sem krakki með fjölskyldunni. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er ég mjög stressuð fyrir svona lista. Mér líður oft eins og ég eigi að segja einhverjar klassískar myndir sem breyttu kvikmyndasögunni sem hafa mótað og þróað mig sem kvikmyndagerðarkonu en ég bara hef ekki séð margar af þeim klassísku nema þá í kvikmyndasögu í skólanum í denn.

Þetta eru myndirnar sem ég ólst upp við ásamt mikið af glæpamyndum eða þáttum, þá Taggart eða Murder she wrote dæmi, einhver að leysa gátuna. Svo auðvitað allar þessar eldri Action hetju myndir. Það var bara það sem mamma og pabbi voru að horfa á heima alltaf. 


  1. The Silence of the Lambs

The Silence of the Lambs (1991)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.6
Rotten tomatoes einkunn 95%
The Movie db einkunn8/10

Ungur alríkislögreglumaður, Clarice Starling, fær það verkefni að finna týnda konu og bjarga henni frá geðsjúkum raðmorðingja, Buffalo Bill, sem flær fórnarlömb sín. Til að fá betri innsýn í hugarheim morðingjans, talar Clarice við annan klikkaðan morðingja, Hannibal Lecter,...

Tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna en vann fimm. Besti leikari í aðalhlutverki, besta leikkona í aðalhlutverki, besta mynd, besta handrit og besta leikstjórn.

Hannibal Lecter er uppáhalds skáldkarakterinn minn. Og basic allt sem Anthony Hopkins hefur snert eftir það er gull fyrir mér. Allar Hannibal myndirnar ættu að vera á þessum lista en þessi er svona my go to ef ég sakna Hannibal.



2. Thelma and Louise

Thelma and Louise (1991)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 86%
The Movie db einkunn8/10

Louise vinnur á skyndibitastað og á í vandræðum með kærastann Jimmy sem er tónlistamaður og er alltaf á tónleikaferðalögum. Thelma er gift Darryl sem vill helst að hún sé bara í eldhúsinu á meðan hann er að horfa á fótboltaleiki í sjónvarpinu. Dag einn ákveða þær að ...

Óskarsverðlaun: Callie Khouri : Besta handrit. Tilnefnd til 6 Óskarsverðlauna.

Hefur alltaf verið í uppáhaldi, ég græt alltaf yfir endinum en líður samt svo vel að horfa á hana. Þær báðar eru svo cool í þessari mynd og ég fíla svo mikið að Brad Pitt er bara eitthvað augnkonfekt. Man hvað mér fannst það geggjað fyrst þegar ég sá hana. Tvær konur í aðalhlutverki og þetta er sagan þeirra.



3. Ace Ventura: When Nature Calls

Ace Ventura: When Nature Calls (1995)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.4
Rotten tomatoes einkunn 21%
The Movie db einkunn8/10

Gæludýraspæjarinn Ace Ventura snýr aftur úr sjálfskipaðri útlegð sinni á afviknum stað í Himalaya fjöllum. Hann ferðast til Afríku ásamt landkönnuðinum Fulton Greenwall, til að leita að heilagri leðurblöku sem á að koma í veg fyrir styrjöld á milli tveggja ættbálka, ...

Jim Carrey tilnefndur til American Comedy Awards fyrir gamanleik, vann 2 Kids Choice Awards og 2 MTV Awards, m.a.

Þessi mynd var ALLTAF í tækinu heima, ég elska Jim Carrey, hún er bara svo epísk! Ég vinn dags daglega á lyftara og vinnutækjum og alltaf þegar ég næ að gera eitthvað smooth á lyftaranum við að færa hluti hingað og þangað segi ég við sjálfa mig: “Like a glove”


4. Moulin Rouge

Moulin Rouge! (2001)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
The Movie db einkunn3/10

Frábær dans og söngvamynd sem gerist í Rauðu myllunni í París um síðustu aldamót og fjallar um ástir og örlög. Myndin gerist árið 1899. Christian, ungur enskur rithöfundur er kominn til Parísar til að taka þátt í listalífinu þar. Neðanjarðarhreyfing listamanna og bóhema er...

Mögulega óvinsælt val en þessa horfði ég á aftur og aftur sem krakki. Ég bara elska allt þetta shimmer í henni. Lögin, dansinn, sagan, maaaaaan hvað maður grét yfir henni. Óperusyngjandi tunglkarlinn er my fave!


5. Fracture

Fracture (2007)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 72%

Hinn auðugi, snjalli og nákvæmi Ted Crawford, er verkfræðingur í Los Angeles. Hann myrðir eiginkonu sína og heldur ástmanni hennar föngnum. Hann skrifar undir játningu. En þegar hann er kallaður fyrir dóm, kveðst hann saklaus og krefst þess að verja sig sjálfur og biður dóminn ...

Önnur með Anthony Hopkins og Ryan Gosling. Þessi virtist hafa farið framhjá mörgum en hún er brill. Að sjálfsögðu fer Hopkins með stórleik að venju, sálfræðitryllir af bestu gerð. Sagan í kvikmyndatökunni finnst mér svo geggjuð líka.



6. The Exorcism of Emily Rose

The Exorcism of Emily Rose (2005)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 20%

Þegar ung stúlka, Emily Rose, deyr, þá telja allir að ástæðan sé særing sem séra Moore framdi á henni, rétt fyrir dauða hennar. Presturinn er handtekinn vegna gruns um morð. Hin trúlausa Erin Bruner er verjandi Moore, en málið verður ekki auðvelt, þar sem enginn vill trúa séra...

Af öllum ‘Exorcism myndum’ sem hafa verið gerðar þá finnst mér þessi skara framúr. Finnst svo flott hvernig þeir segja báðar hliðar í sögunni. Þetta er byggt á sannsögulegu þar sem prestur var ákærður fyrir að framkvæma særingu á mjög andlega veikri stúlku, Emily Rose, og hún dó svo stuttu seinna. Þetta gerist í réttarhöldunum yfir prestinum og það sem mér finnst svo cool við þetta er að það eru bornar fram báðar hliðar, ef þú vilt trúa að hún hafi í alvöru verið andsetin þá er það á boðstólnum, hins vegar er hegðunin líka útskýrð, augnliturinn sem breytist og hvernig hún getur hreyft sig svona undarlega af læknisfræðilegum ástæðum.


7. The Mummy

The Mummy (1999)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 62%
The Movie db einkunn7/10

Enskur bókasafnsfræðingur að nafni Evelyn Carnahan vill hefja fornleifauppgröft í hinni fornu borg Hamunaptra. Hún fær hjálp frá Rick O´Connell, eftir að hún bjargar lífi hans. Það sem Evely, bróðir hennar Jonathan og Rick vita ekki um, er að það er annar hópur landkönnuða ...



Þessi var go-to fjölskyldumynd sem við horfðum á saman öll familían á laugardagskvöldi. Hún hefur alltaf verið í uppáhaldi, Brendan Fraser er amazing. Hún er spennandi og ótrúlega fyndin líka, skemmtilegur húmor í henni.



8. Indiana Jones and the Last Crusade

Indiana Jones and the Last Crusade (1989)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 84%
The Movie db einkunn6/10

Ævintýramaðurinn, ofurhuginn, fornleifafræðingurinn og háskólaprófessorinn Indiana Jones, fær í hendur dagbók sem inniheldur vísbendingar og kort án nafna, sem á að leiða til hins dularfulla heilaga kaleiks, sem talið er að Jesú hafi drukkið af ásamt lærisveinum sínum við ...

Vann Óskarsverðlaun fyrir bestu hljóðbrellur. Var tilnefnd til tveggja óskara til viðbótar; fyrir hljóð og tónlist. Sean Connery var tilnefndur til BAFTA verðlauna, en myndin fékk 3 BAFTA tilnefningar.

Sama gildir og hér að ofan, ef það var ekki Mummy þá var það þessi.



9. The Long Kiss Goodnight

The Long Kiss Goodnight (1996)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.8
Rotten tomatoes einkunn 68%
The Movie db einkunn7/10

Samantha Caine er húsmóðir í úthverfi. Hún er fyrirmyndarmóðir 8 ára stúlku, Caitlin. Hún býr í Honesdale, PA, og vinnur sem kennari og býr til bestu Rice Krispie kökurnar í bænum. En þegar hún fær höfuðhögg byrjar hún að muna atvik úr fyrra lífi sínu sem stórhættulegur...



Geena Davis er náttúrulegur badass bæði á skjánum og í lífinu. Mig langar að vera Geena Davis þegar ég verð stór.


10. Titanic

Titanic (1997)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.9
Rotten tomatoes einkunn 88%
The Movie db einkunn8/10

Stórmynd um eitt hrikalegasta sjóslys sögunnar. Sagan hefst 84 árum eftir slysið. 100 ára gömul kona að nafni Rose DeWitt Bukatar segir ömmubarni sínu, Lizzy Calvert, reynslusögu sína þegar hún fór í jómfrúarferð farþegaskipsins Titanic þann 10. apríl 1912. Hin unga Rose fer ...

11 Óskarsverðlaun (besta mynd, leikstjórn, tæknibrellur, hljóð, hljóðvinnsla, myndataka, sviðshönnun, klipping, frumsamda tónlist, frumsamda lag, búningar)

Af augljósum ástæðum, hver elskar hana ekki? Handritið er svo gott. Nota þessa mynd oft sem kennsluefni þegar ég er að kenna í kvikmyndaskólanum, af því hún er svo vel strúktúreruð upp eftir plot points. Með góða og augljósa innri og ytri sögu og auðvitað mest augljósasta point of no return sem ég man eftir.