Tony Stark hrapar til jarðar – nýtt plakat og vídeó

Núna styttist óðfluga í Iron Man 3 sem verður frumsýnd í Bandaríkjunum 3. maí. Í nýju kynningarplakati fyrir myndina sést Tony Stark hrapa til jarðar.

Framhaldsmyndin kemur í bíó í vor og bíða margir spenntir eftir útkomunni. Robert Downey Jr. verður sem fyrr í aðalhlutverkinu. Aðrir leikarar verða Gwyneth Paltrow, Don Cheadle, Guy Pearce, Rebecca Hall, Stephanie Szostak, James Badge Dale, Jon Favreau, Wang Xueqi og Ben Kingsley, auk þess sem Paul Bettany ljáir tölvunni JARVIS rödd sína á nýjan leik.

Shane Black (Kiss Kiss Bang Bang) leikstýrir í stað Jon Favreau. Handritið er eftir Black og  Drew Pearce, sem samdi handritin að Sherlock Holmes 3 og Godzilla sem kemur út á næsta ári.

Hér að neðan er svo ný kitla fyrir myndina sem verður sýnd í hálfleik á Super Bowl, úrslitaleik bandaríska fótboltans á sunnudaginn.

Iron Man 3 kemur í bíó í Bandaríkjunum 26. apríl nk.