Tom Cruise ristaður

Nýr vefþáttur um kvikmyndir hefur hafið göngu sína á vefmiðlinum Spyr.is, samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum þáttanna.

ristarista

Þátturinn ber heitið Ristavélin og fjallar um kvikmyndir á léttu nótunum. Stjórnendur þáttarins eru báðir menntaðir kvikmyndafræðingar, þeir Haraldur Árni Hróðmarsson og Ragnar Trausti Ragnarsson.

ristaristaristaNú þegar eru þrír þættir komnir í loftið og í þáttunum sem sjá má hér fyrir neðan rista þeir félagar engan annan en Tom Cruise og mynd hans Edge of Tomorrow, auk þess sem þeir fjalla um myndina Short Term 12 ofl.

Kíktu á þáttinn hér fyrir neðan. Aðrir þættir eru aðgengilegir á spyr.is/spyrtv