Tökum lokið á Warcraft

Tökum á kvikmynd sem byggð er á einum vinsælasta tölvuleik í heimi, World of Warcraft, lauk á föstudaginn, samkvæmt tilkynningu leikstjóra myndarinnar, Duncan Jones, en hann hefur áður gert myndir á borð við Moon og Source Code.

wow

Þó að tökum sé lokið þá er heilmikil vinna eftir við gerð myndarinnar, en eins og búast má við þá mun myndin vera að mestu tölvugerð. Margir bíða spenntir eftir þessari mynd en hún verður frumsýnd þann 11. mars, 2016.

Með aðalhlutverk í myndinni fara m.a. Ben Foster, Toby Kebbell og True Blood-leikarinn Robert Kazinsky.

World of Warcraft leikurinn kom fyrst út árið 2004 fyrir PC tölvur, en í leiknum taka spilarar alls staðar að úr heiminum þátt í epískum bardaga á milli The Horde og Alliance, en sögusviðið í leiknum er blanda af vísindaskáldsögu, hrolli og ævintýrum.