Töfrandi á toppnum!

Töframannahópurinn The Four Horsemen í bíómyndinni Now You See Me 2 heillaði flesta íslenska bíógesti nú um helgina, en myndin situr ný á lista á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Í öðru sæti, ekki langt undan, er önnur ný mynd, teiknimyndin Ísöld: Ævintýrið mikla, eða Ísöld 5. 

now you see daniel

Þriðja sætið skipar svo ævintýramyndin The Legend of Tarzan þar sem Tarzan, ásamt Jane, snýr aftur í frumskóginn eftir átta ára dvöl í Lundúnum.

Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum. Hin stórfína The Infiltrator, með Breaking Bad leikaranum Bryan Cranston, fer beint í fimmta sæti listans og The Assassin fer beint í 16. sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoff