Thunderball Bond bíll á uppboð í haust

James Bond aðdáendum gefst nú gullið tækifæri til að setjast í sama bílstjórasæti og Sean Connery sat í fyrir nærri 50 árum síðan og eignast Aston Martin DB5 bíl frá árinu 1964 sem notaður var í tveimur Bond myndum, Goldfinger og Thunderball.

Bíllinn verður boðinn upp í London í október nk. en uppboðshaldarar segja að bíllinn sé sá frægasti í heimi. Áætlað er að 5 milljónir Bandaríkjadala fáist fyrir skrjóðinn, eða meira en 600 milljónir íslenskar krónur.

Þetta er í fyrsta skipti sem Bond bíll af þessari tegund er boðinn til sölu á uppboði, en hann er annar af tveimur upprunalegum 007 bílum sem til eru í heiminum

Bíllinn kemur með öllum aukahlutum, þar á meðal vélbyssum, skotheldu gleri, númeraplötum sem snúast, leitartæki, niðurhalanlegu þaki, olíuúðara og reykvél.

Sumt af dótinu er nothæft, en vélbyssurnar eru gervi.

Sá sem er að selja bílinn er bandaríski útvarpsmaðurinn Jerry Lee sem sannfærði Aston Martin verksmiðjurnar um að selja sér kerruna fyrir 12.000 dali árið 1969. Bíllinn hefur verið í eigu Lee síðan og hefur sjaldan sést opinberlega síðastliðin 40 ár. Lee hyggst leggja söluandvirðið inn í Jerry Lee góðgerðarsjóðinn.

Bíllinn verður boðinn upp 27. október, og um að gera fyrir áhugasama að merkja það í dagatalið.