Þrenna hjá Avengers: Infinity War

Ofurhetjusmellurinn Avengers: Infinity War situr nú sína þriðju viku í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans eftir sýningar helgarinnar. Nýjasta gamanmynd Amy Schumer, I Feel Pretty, kemur í humátt á eftir í öðru sætinu.

Þriðja sætið fellur svo íslenska tryllinum Vargi í skaut, en hún fer niður um eitt sæti frá því í síðustu viku.

Auk I Feel Pretty eru þrjár nýjar myndir á listanum að þessu sinni. Önnur gamanmynd, Overboard, fór beint í fjórða sæti listans, í 21. sætið fór The Square og að lokum í 26. sætið settist Good Time.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: