Theron var plötuð í dansinn

Suður – afríska leikkonan Charlize Theron tók sporið á aðalsviði Óskarsverðlaunahátíðarinnar í gærkvöldi ásamt leikaranum Channing Tatum, sem er bæði dansari góður og var valinn kynþokkafyllsti maður heims af People tímaritinu á síðasta ári.

Theron sagði í samtali við e-online fréttaveituna að hún hafi verið plötuð í dansinn. „Ég var eiginlega plötuð í þetta,“ sagði Theron eftir verðlaunaafhendinguna, þar sem hún var stödd á Governors dansleiknum svokallaða. „Ég hélt að þetta yrði minna í sniðum, að hann myndi kannski ná í mig út í sal og við myndum taka einn stuttan snúning. En þá sagði hann [Seth MacFarlane kynnir kvöldsins ] „æfingar byrja á mánudaginn!““.

Theron segir að hún hafi verið dauðstressuð. „En ég gat eiginlega ekki neitað mér um að dansa með Channing Tatum – hann er svo dásamlegur!“

Sjáðu dans þeirra hér að neðan: