Það er líf eftir dauðann – Fyrsta stikla úr The Discovery

Fyrsta stikla úr nýjustu mynd The One I Love leikstjórans Charlie McDowell, The Discovery, er komin út. Myndin, sem framleidd er af Netflix, verður frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni nú á föstudaginn. Hún verður svo aðgengileg á Netflix frá og með 31. mars nk.

the-discovery-620x341

Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Jason Segel, Rooney Mara, Robert Redford, Jesse Plemons og Riley Keough. Sagan gerist ári eftir að búið er að sanna að það er líf eftir dauðann.

Stiklan byrjar á léttu nótunum undir ljúfum tónum lagsins Only the Lonely, en þegar líður á stikluna fer mynd og hljóð að brenglast og eitthvað er ekki alveg eins og það á að vera.

Milljónir manna ákveða að binda enda á líf sitt í kjölfar uppgötvunarinnar, til að komast til paradísar, eða lífsins handan okkar tilveru. Maður og kona verða ástfangin mitt í þessum veruleika þar sem þau eru að reyna að sættast við fortíð sína og meðtaka sannleikann um framhaldslífið.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: