Farðu á kvikmyndahátíð – á Netinu!

Nú stendur yfir evrópska kvikmyndahátíðin Streams sem haldin er í níu löndum og fer hún alfarið fram á netinu. Hátíðin er nú í ár haldin í fyrsta skipti á Íslandi og er hægt að horfa á myndir á hátíðinni á Icelandic Cinema Online  til 15. desember nk.

ICOBANNER2

Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar segir að þátttakendur í hátíðinni séu níu VoD vefir (platforms) í Evrópu: UniversCiné (Frakkland), Flimmit (Austurríki), Volta (Írland), leKino.ch (Sviss), Filmin (Spánn), UniversCiné.be (Belgíu), Netcinema (Búlgaría), Icelandic Cinema Online (Ísland) og Good!Movies (Þýskalandi).

Framlag Íslands á hátíðina er XL eftir Marteinn Þórsson. Eins og mörgum er kunnugt var Ólafur Darri verðlaunaður fyrir leik sinn í myndinni á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í sumar. Hún mun keppa við aðrar myndir á hátíðinni um bestu myndina og eru verðlaunin 3.500 evrur. Einn aðili er skipaður í dómnefnd frá hverju aðildarlandi og er Ása Baldursdóttir, dagskrágerðastjóri Bíó Paradís, í dómnefnd fyrir hönd Icelandic Cinema Online.

Stikk: