Flottir X-menn á 8. áratugnum

Marvel ofurhetjurnar í X-Men: Days of Future Past er eitursvalir í fötum frá áttunda áratug síðustu aldar, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er þeir eins og klipptir út úr tískuauglýsingu frá þeim tíma.

Hugh Jackman í gervi Wolverine er í leðurjakka og dæmigerðri skyrtu frá þessum tíma og Nicholas Hoult í gervi Beast í flauelsjakkafötum, eins og vinsæl voru þarna í gamla daga. James McAvoy í hlutverki Professor X gefur þeim félögum síðan ekkert eftir í fatavali:

x-men

Í X-Men: Days of Future Past eiga hetjurnar í vanda með dimman hliðarheim þar sem stökkbreyttir eru veiddir og drepnir af vélmennum undir stjórn Bolivar Trask, leikinn af Peter Dinklage.

Prófessor X og Magneto finna aðferð við að senda Logan, öðru nafni Wolverine, aftur í tímann – sem skýrir áttunda áratugs ljósmyndina – en þar þarf hann að finna yngri útgáfur X-mannanna og fá hjálp þeirra við að breyta framtíðinni.

Helstu leikarar í myndinni eru Jennifer Lawrence, Ian McKellen, Patrick Stewart, Michael Fassbender, Anna Paquin, Ellen Page, Halle Berry, Evan Peters, Booboo Stewart, Fan Bingbing, Shawn Ashmore, Omar Sy og Lucas Till. 

Myndin verður frumsýnd á Íslandi 23. maí nk.

Hér fyrir neðan eru svo plaköt þar sem búið er að blanda saman eldri og yngri útgáfum af Magneto og Prófessor X.

73803 73804