Hús Brad Pitts til sölu – kostar 1,5 milljarð

Kvikmyndaleikarinn Brad Pitt er búinn að setja húsið sitt í Malibu á sölu, en ásett verð er 13,75 milljón Bandaríkjadalir, eða rúmur 1,5 milljarðar íslenskra króna.

Húsið er 4.088 fermetrar, þannig að fermetraverðið er um 367 þúsund krónur.

Húsið er í mið-20. aldar stíl og er á Encinal Bluffs gegnt Kyrrahafinu og Point Mugu State Park, að því er fram kemur á fasteignavefnum Realtor.com.

Pitt, sem er þekktur fyrir áhuga sinn á arkitektúr, fékk leyfi til fyrir viðbyggingu við húsið sem teiknuð var af arkitektinum Christopher Sorenson.

1,26 hektara jörð fylgir húsinu og aðgangur að einka vogi, og Malibu strönd.

Einnig fylgir húsinu upphituð sundlaug, tennisvöllur og pláss fyrir þrjá bíla í bílastæði. Pitt er nýlega búinn að taka húsið allt í gegn að innan og í því er nú eldhús úr ryðfríu stáli, bambus gólf og glerveggir sem snúa að hafinu.

Pitt, sem er nú við tökur á kvikmyndinni World War Z í Glasgow í Skotlandi, og unnusta hans Angelina Jolie, ásamt sex börnum þeirra, búa sem stendur í Frakklandi í Chateau Miraval.