Harrelson óviss um Zombieland 2

Grín-hrollvekjan Zombieland gerði allt vitlaust þegar hún kom í kvikmyndahús í lok árs 2009, en tekjur myndarinnar voru fjórfalt hærri en kostnaðurinn. Eins og gefur að skilja var strax byrjað að huga að framhaldi, en í nýlegu viðtali við TotalFilm lýsti Woody Harrelson, einn aðalleikari myndarinnar, yfir óvissu varðandi málið.

„Það gerist kannski ef allir vilja koma aftur.“ sagði Harrelson. „Ég er ekki viss um að það sé sniðugt. Ég hef aldrei verið mikill framhaldsmyndamaður. Ef ég myndi nokkurn tímann gera framhald yrði það að Zombieland, en 99 af hverjum 100 framhaldsmyndum eru talsvert lélegri en fyrstu myndirnar.“

Í sama viðtali kom í ljós að Harrelson hafði í fyrstu engan áhuga á að leika í Zombieland. „Í fyrstu vildi ég ekki lesa handritið. Oftast þegar ég hafna handritum hef ég rétt fyrir mér, en ég las á endanum handritið að Zombieland og varð ástfanginn. Sem betur, því í það skiptið hafði ég kolrangt fyrir mér.“

– Bjarki Dagur