Kvikmynd byggð á Heavy Rain væntanleg

Kapparnir hjá Warner Bros. hrepptu fyrir nokkrum mánuðum kvikmyndaréttinn af tölvuleiknum Heavy Rain, en nú vilja þeir flýta myndinni í framleiðslu. Nú þegar hafa þeir fengið til sín handritshöfundinn David Milch, en hingað til hefur hann mest megnis starfað við sjónvarpsþætti á borð við NYPD Blue og Deadwood.

Tölvuleikurinn Heavy Rain kom út fyrir rúmu ári síðan og vakti gríðarlega mikla athygli. Leikurinn var bæði lof og last fyrir að spilast meira eins og kvikmynd en tölvuleikur, en flestir voru sammála að sagan væri vel heppnuð. Heavy Rain fjallar um fjórar ólíkar manneskjur, alríkislögreglumann, unga fréttakonu, þaulreyndan einkaspæjara og örvæntingafullan föður, sem allar eru að leita uppi hinn dularfulla Origami-morðingja.

– Bjarki Dagur