Johnny Depp ósáttur með Lone Ranger

Leikarinn Johnny Depp er ósáttur með peningamálin í kvikmyndinni Lone Ranger. Myndin fjallar um kúreka sem berst gegn misrétti í villta vestrinu, en karakterinn hefur verið mjög vinsæll í Bandaríkjunum frá 5.áratug síðustu aldar. Gerðar hafa verið fjölmargar myndir og sjónvarpsseríur um hann.

Lone Ranger var staðfest í upphafi árs og Johnny Depp ráðinn í aðalhlutverkið. Í ágúst stöðvaði Disney, framleiðendafyrirtæki myndarinnar, tökur myndarinnar og kvartaði yfir því að kostnaður við myndina væri of mikill. Framleiðendur myndarinnar, Depp og leikstjóri myndarinnar, Gore Verbinski, neyddust til að setjast niður og ákveða hvar þeir gætu sparað kostnað. Eftir mikla hagræðingu og enn meiri samræður náðu þeir að sannfæra Disney um að myndin væri þess virði.

Depp var ekki sáttur við rifrildin. ,,Þetta hefur verið erfitt tímabil. Við neyddumst til að setjast niður og líta gaumgæfilega á kostnaðaráætlunina og taka erfiðar ákvarðanir. Þetta krafðist mikillar þolinmæði.“ Þrátt fyrir þetta er Depp spenntur fyrir myndinni. ,,Mér líkar mjög vel við karakterinn. Ég held að myndin verði mjög skemmtileg.“ sagði Depp í viðtali við MTV.

Lone Ranger verður frumsýnd í Bandaríkjunum 21.desember 2012.