Skógarlífið heillar Favreau

jon favreauLeikarinn og leikstjórinn Jon Favreau, sem er hvað þekktastur fyrir leikstjórn sína á stórmyndunum Iron Man 1 og 2, og jólamyndinni Elf,  á nú í viðræðum við Disney um að leikstýra kvikmyndagerð á Junglebook eða Skógarlífi eins og hún heitir á íslensku.

Favreau tók sér hvíld frá stóru stúdíómyndunum til að gera litla sjálfstæða mynd, Chef, en svo virðist sem hann sé tilbúinn í slaginn á ný í stórmyndageiranum.

Myndin mun fjalla um skógardrenginn Mowgli sem er alinn upp af frumskógardýrum í frumskógum Indlands, og eignast þar vini eins og björn og pardusdýr.

Disney gerði teiknimynd eftir sögunni árið 1967.