Klippt og skorið

Hér eru nýjar klippur úr þremur myndum sem væntanlegar eru í bíó innan skamms: einni blóðugri hasarmynd og tveimur verðlaunamyndum, en margir bíða spenntir eftir þessum ólíku myndum.

machetekills-stills1Fyrsta klippan er úr Machete Kills en hún hefst á því að forseti Bandaríkjanna, Charlie Sheen, segist hafa verkefni handa Machete. Í klippunni eru einnig viðtöl við Danny Trejo, sem leikur hinn sverðasveiflandi Machete, leikstjórann Robert Rodriguez og fleiri.

Önnur klippan er úr myndinni 12 Years a Slave eftir Steve McQueen, sem hefur verið að fá frábæra dóma gagnrýnenda, og margir tala um hana sem Óskarskandidat. Myndin fékk aðal áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sem fór 12 years a slavefram í september sl.

Í klippunni segir aðalpersónan, maður sem hnepptur er í þrældóm og leikinn af Chiwetel Ejiofor, að hann vilji ekki þrauka, hann vilji lifa.

Að lokum er það bútur úr mynd Abdellatif Kechiche Blue is the Warmest Color, sem fékk Gullpálmann, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í Frakklandi í vor.

Blue Is the Warmest Colour (La Vie d'Adele) film still

Í klippunni eru aðalpersónur myndarinnar að tala saman, og kyssast svo í fyrsta skipti. Það eru þær Léa Seydoux og Adèle Exarchopoulo sem leika stelpurnar:

Hér fyrir neðan eru svo bútarnir þrír:

 

 

12 Years a Slave kemur í bíó í Bandaríkjunum 18. október, og Blue is the Warmest Color verður frumsýnd viku síðar í Bandaríkjunum en 11. október hér á landi.

Machete Kills kemur í bíó á Íslandi 8. nóvember nk.