Cohen drepur gamla konu á BAFTA

Sacha Baron Cohen, betur þekktur sem Ali G, Bruno og Borat, kom fram á BAFTA Brittania verðlaunaafhendingunni um helgina og stal senunni eins og honum einum er lagið.

cohen

Cohen var mættur á svæðið til að veita viðtöku Charlie Chaplin verðlaununum fyrir framúrskarandi gamanleik. Til að kynna Cohen upp á sviðið kom leikkonan Salma Hayek í fylgd með elstu núlifandi leikkonu sem leikið hefur í Chaplin mynd, Grace Cullington, sem lék nánar tiltekið í Borgarljósum þegar hún var 5 ára, og stillir henni upp í hjólastól á sviðinu. Þá er Cohen kallaður upp á svið og hann bregður fyrir sig alkunnum Chaplin töktum, þangað til hann gerir sér lítið fyrir og dettur á hjólastólinn sem hún situr í og ýtir Cullington um leið fram af sviðinu!

En sjón er sögu ríkari.

Fyrra myndbandið sýnir atriðið frá því Salma Hayek kemur inn í salinn með Cullington en hitt myndbandið sýnir ræðu Cohen til enda: