Downey: „Fyrirgefið Gibson!“

Stórleikarinn Robert Downey Jr. tók á móti verðlaunum frá American Cinematheque kvikmyndasamtökunum í gærkvöldi. American Cinematheque er eitt af fínni samtökunum vestanhafs, en verðlaunaafhendingin er haldin hvert ár þar sem þeir bestu í bransanum eru verðlaunaðir fyrir störf sín. Mel Gibson kynnti og afhenti honum verðlaunin, en þeir hafa verið góðir vinir um langt skeið.

Þakkarræða Downey Jr. tók óvænta stefnu þegar hann bað heiminn um að fyrirgefa Mel Gibson fyrir misgjörðir sínar, en Gibson hefur átt erfitt undanfarin ár eftir að hann var gerður uppvís að heimilisofbeldi og sakaður um kynþáttahatur. ,,Ég bið ykkur að fyrirgefa vini mínum fyrir misgjörðir sínar.“ sagði Downey Jr. ,,Ef þið ert ekki syndlaus, sem þið ert alveg örugglega ekki, þá hvet ég ykkur til að fyrirgefa honum og leyfa honum að byrja að vinna aftur.“

Gibson hjálpaði Downey Jr. á fæturna eftir að sá síðarnefndi var sakfelldur fyrir eiturlyfjamistnotkun árið 2003. Downey Jr. sagði að Gibson hefði veitt honum þak yfir höfuðið og andlegan stuðning á þessu erfiða tímabili. Hann sagði ennfremur að Gibson hefði kennt honum að ,,faðma kaktusinn“ eins og hann orðaði það; að sætta sig við að hann væri ekki fullkomin manneskja og sætta sig við gjörðir sínar, alveg sama hversu slæmar þær voru.

Downey: "Fyrirgefið Gibson!"

Stórleikarinn Robert Downey Jr. tók á móti verðlaunum frá American Cinematheque kvikmyndasamtökunum í gærkvöldi. American Cinematheque er eitt af fínni samtökunum vestanhafs, en verðlaunaafhendingin er haldin hvert ár þar sem þeir bestu í bransanum eru verðlaunaðir fyrir störf sín. Mel Gibson kynnti og afhenti honum verðlaunin, en þeir hafa verið góðir vinir um langt skeið.

Þakkarræða Downey Jr. tók óvænta stefnu þegar hann bað heiminn um að fyrirgefa Mel Gibson fyrir misgjörðir sínar, en Gibson hefur átt erfitt undanfarin ár eftir að hann var gerður uppvís að heimilisofbeldi og sakaður um kynþáttahatur. ,,Ég bið ykkur að fyrirgefa vini mínum fyrir misgjörðir sínar.“ sagði Downey Jr. ,,Ef þið ert ekki syndlaus, sem þið ert alveg örugglega ekki, þá hvet ég ykkur til að fyrirgefa honum og leyfa honum að byrja að vinna aftur.“

Gibson hjálpaði Downey Jr. á fæturna eftir að sá síðarnefndi var sakfelldur fyrir eiturlyfjamistnotkun árið 2003. Downey Jr. sagði að Gibson hefði veitt honum þak yfir höfuðið og andlegan stuðning á þessu erfiða tímabili. Hann sagði ennfremur að Gibson hefði kennt honum að ,,faðma kaktusinn“ eins og hann orðaði það; að sætta sig við að hann væri ekki fullkomin manneskja og sætta sig við gjörðir sínar, alveg sama hversu slæmar þær voru.