Fast 7 vinsælli en Frozen!

Bílatryllirinn Fast and Furious 7 er orðin metsölumynd víða um heim, og nú er svo komið að hún er orðin aðsóknarmeiri en Disney risasmellurinn Frosinn, þó hún hafi einungis verið í sýningum í nokkrar vikur .

fast and the furious 6

Þessi sjöunda mynd í Fast and Furious seríunni fór yfir 1,32 milljarða dala markið í aðgangseyri á alheimsvísu nú um helgina, en til samanburðar náði Frosinn 1,27 milljörðum dala í tekjur alls um heim allan, og þykir gott. Þetta þýðir að Fast and Furious 7 er orðin fimmta vinsælasta mynd allra tíma, rétt á eftir Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 2, en hún þénaði 1,34 milljarða dala á sínum tíma.

Sem stendur er Fast 7 í fyrsta sæti aðsóknarlistans í Bandaríkjunum, og þénaði samkvæmt áætluðum tölum 18,3 milljónir dala um þessa helgi sem nú er að líða, sem er aðeins 37% minna en hún þénaði um síðustu helgi.

Af öðrum myndum á bandaríska aðsóknarlistanum er það að segja að Paul Blart: Mall Cop 2 er í öðru sæti listans með 15,5 milljónir dala í tekjur. Í þriðja sæti er The Age of Adaline, þar sem Blake Lively leikur konu sem getur lifað að eilífu.

Loksins heima er í fjórða sæti og hrollvekjan Unfriended er í fimmta sæti.

1. Furious 7 — $18.3 milljónir

2. Paul Blart: Mall Cop 2 — $15.5 milljónir

3. The Age of Adaline — $13.4 milljónir

4. Home — $8.3 milljónir

5. Unfriended — $6.2 milljónir