Jólin verða hryllileg í ár

Nýtt atriði hefur verið birt úr hrollvekjunni A Christmas Horror Story, en þar fáum við að sjá álfa sem breytast í ógeðslega uppvakninga, sem ráðast á jólasveininn, sem er frekar óskemmtileg sjón!

horror

Myndin er samansafn þriggja jólasagna, settar saman í eina bíómynd, en miðað við atriðið og stikluna, þar fyrir neðan, er húmor og hrolli blandað saman í hæfilegum skammti í myndinni.

Star Trek leikarinn William Shatner leikur stórt hlutverk í myndinni.

Jólin eiga að vera tími gleði, friðar og vinsemdar. En það er eitthvað allt annað uppi á teningnum hjá íbúum Bailey Downs, en þar verða jólin að einhverju allt öðru og hryllilegra.

Þegar Krampus, sem er einskonar Grýla sem refsar óþekkum börnum, er særður fram af ungum dreng, þá þarf hver og einn að berjast fyrir lífi sínu.

Grant Harvey, Steven Hoban og Brett Sullivan leikstýra myndinni sem kemur á VOD, iTunes og í bíó þann 2. október nk. í Bandaríkjunum.

Kíktu á atriðið og stikluna þar fyrir neðan: