Franskir uppvakningar til Asíu

Franskir uppvakningar í metsöluþáttum frönsku sjónvarpsstöðvarinnar Canal Plus, The Returned, ætla að leggja Asíu undir sig. Þættirnir sem heita Les Revenants, á frummálinu, hafa verið seldir til nokkurra Asíulanda samkvæmt frétt The Hollywood Reporter, eða til Taílands, Suður Kóreu, Hong Kong og Taívan.

zombie

Þættirnir hafa áður verið seldir til um 40 landa, þar á meðal til Bretlands og Bandaríkjanna.

Auk þess að njóta mikilla vinsælda meðal áhorfenda, þá hafa þeir einnig fengið mjög góðar viðtökur gagnrýnenda, og fengu nýverið verðlaun sem bestu dramaþættir á alþjóðlegu Emmy verðlaunahátíðinni í New York.

Bandarísk endurgerð þáttanna er í undirbúningi.

The Returned gerast í litlu þorpi í Ölpunum, í skugga stórrar stíflu. Hópur manna og kvenna reyna með erfiðismunum að komast heim í þorpið, en fólkið veit ekki að það hefur verið dautt í mörg ár og enginn á von á því til baka.