Allur Bond í 1.680 stöfum

Nú líður að frumsýningu Skyfall, nýjustu James Bond myndarinnar, og menn halda upp á það með margvíslegum hætti. Grínistinn Charlie Higson ætlar að halda upp á frumsýninguna með því að umskrifa bækurnar 12 um James Bond, sem 140 stafa Twitter sögur.

Higson er mikill Bond aðdáandi, og þekktur fyrir hlutverk sitt í grínþáttunum The Fast Show á BBC.

Í samtali við London Metro dagblaðið segist Higson hafa verið beðinn um að umskrifa þær á skemmtilegan hátt fyrir fólk sem hefði aldrei lesið bækurnar, en einnig þannig að Bond aðdáendur gætu haft gaman af.

Það tók Higson tvær vikur að leysa verkefnið, sem í heild sinni er 1.680 stafa langt.

„Eitt af því sem ég tók eftir mjög snemma er að 007 er einum staf styttra en Bond.“

Hér er Quantum of Solace í útgáfu Higsons: Host at dinner party in Nassau tells Bond that the boring couple were actually involved in a scandal. No car chase, no guns, no explosions

Og hér er kvikmyndahandrit sömu myndar í útgáfu Higsons: There’s a car chase, I think, a villain, I think, something about an opera & water supply. Posh hotel in desert blows up.