There’s Nothing Out There (1991)

Kæru lesendur, þá er kominn föstudagur. Í þetta skiptið verður hryllings/sæfæ myndin There’s Nothing Out There fyrir valinu.                                                                          

 

                                        There’s Nothing Out There

Sjö ungmenni ákveða að byrja sumarfríið sitt með bústaðarferð. Bústaðurinn er stór og stendur við vatn. Mike (Craig Peck) er mikið fyrir hryllingsmyndir, og líkar ekki aðstæðurnar. Vinir hans hlusta ekki á viðvaranir hans, en Mike hefur rétt fyrir sér, það er ekki allt með felldu.

Söguþráður myndarinnar er skemmtilegur. Unga fólkið lendir í veru sem kom með geimskipi sínu til jarðar, og býr sá fundur til góða skemmtun fyrir áhorfandann. Staðsetning myndarinnar er fín. Hún gerist mestmegnis í bústaðnum þar sem fólkið ætlar að eyða fystu dögum sumarfrísins. Unga fólkið skemmtir sér vel í húsinu, eins og maður býst við að sjá þegar maður horfir á álíka mynd. Það er ekki hægt að setja neitt út á lýsinguna í myndinni. Hún er þó ekki sjáanlega notuð á frumlegan hátt. Leikararnir eru ágætir. Karakterinn sem Craig Peck leikur verður heldur þreytandi þegar líður á myndina, en er þó vel leikinn. Leikstjórnin er vel til staðar (Rolfe Kanefsky). Það eru þó engin frumlegheit sjáanleg, þetta er voða frjálslegt allt saman. Það er þó eitt af því helsta sem maður elskar við Troma myndirnar, meiri óregla en regla. Upptakan er vel heppnuð. Mér finnst fyrri helmingur myndarinnar þó betur tekinn upp en sá seinni, en það er eiginlega ekki hægt að setja út á seinni helminginn þrátt fyrir leiðinlegri skot. Tæknibrellurnar eru flottar, og er veran sem kom með geimskipinu vel gerð, svona, þannig séð. Klippingin og tónlistin falla vel inn í myndina, tónlistin er þó ekki jafn áberandi og ég bjóst við að hún myndi vera.

Theres-Nothing-Out-There-1990-5

Þetta er fínasta spoof mynd. Handritshöfundar Scream fengu hugmyndir frá þessari mynd. Scream er þó mun, mun betri að mínu mati. Ég mæli með þessari mynd ef þú vilt horfa á létt gamla B-ræmu og hefur það í huga að fylgjast ekki mikið með myndinni. Fólk, notið helgina í áhorf, og endilega skellið ykkur á The Evil Dead annað kvöld, hún er stórkostleg á tjaldinu.